Hundur í bandi og laus köttur í göngutúr

Þegar ég undirbjó mig og Núbíu út í göngutúr áðan stökk kisa út í glugga og beið spennt eftir að við kæmum okkur út.  Jafnvel þó að ég reyndi að plata dýrið þá kom hún hlaupandi á eftir okkur  þar sem við tíkin örkuðum vestur Vesturgötuna í myrkrinu.

Það virðist vera að henni finnist gaman að elta okkur, hlaupa fram fyrir okkur eða fela sig inni á milli trjáa og stökkva svo fram með stýrið upp í loftið og dilla sér framan við tíkina sem er stillt og góð í tauminum.  Hún er nú samt aðeins utan við sig og þegar við tökum sveig á leið okkar þarf stunum að kalla í kisu því að hún fer stundum í hina áttina.  Eins er það mottó hjá henni að vera EKKI samferða okkur yfir götur. 

Henni er alveg sama þó að það sé rigning og rok, hún kemur með. 

Ég held að það sé skondin sjón að sjá mig með tíkina við hlið mér kallandi á kisu á bæjar röltinu.  

Hún er samt búin að fatta það að ef við förum út að hlaupa, ég og einkaþjálfarinn, þá bíður hún á grindverkinu þar til að við komum til baka.

Svo komst ég líka að því núna í vikunni að nágrannarnir eru farnir að þekkja dýrin mín.  Hef ekki fengið kvartanir ennþá...


Til fyrirmyndar

Vel gert hjá Sigríði Ingibjörgu.  Fleiri mættu taka hana sér til fyrirmyndar.
mbl.is Segir sig úr bankaráði Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika

Í morgun var slétt vika frá því að ég fór síðast í Garðabæ til að vinna.  Ég hef varla notað bílinn síðan, ef undan er skilið 2 ferðir í Bónus. 

Það er allt innan seilingar hérna.  Pokaburðurinn eina ástæðan fyrir því að fara á bílnum í stærri innkaupin.   

"Einkaþjálfarinn" sér nú um að koma mér út á kvöldin eftir vinnu, en Þröstur er samt mjög duglegur að lofa henni að hlaupa með sér á hjólinu eftir skóla.   Honum gengur bara vel í tónlistarskólanum og á lúðrasveitaræfingunum.  Svo eru vina fundir í Þorpinu og skátafundir.  Allt á fullu hjá stráksa.

Unnur farin að vinna í Krónunni.  Bíllinn hennar bíður dóms um hvort að það eigi að gera við hann inni í garði.... Bremsulaus og með brotinn gorm.    


Fagnaðarfundir

Það urðu fagnaðarfundir hérna í morgun þegar svöng, þyrst og þreytt Stjarna skilaði sér heim eftir tveggja daga fjarveru.    Tik og læða knúsuðust og veltust.  Allt í hund og kött hvað InLove

Annars er voða notalegt að vinna svona í heimabyggð.   Ekkert að keyra, bara rölta af stað og meira að segja hægt að rölta út í Einarsbúð og kaupa sér banana og epli til að narta í í vinnunni.  Bara munur að vera ekki lengur háður samlokunni og vatnsbrúsanum, allt annað varð svo ólystugt eftir að veltast um í bílnum hálfan daginn.  

Annars er það mikið að gera á Rakarastofunni að dagurinn er floginn hjá áður en maður veit af. 

Ég sit ein heima og horfi á Singing bee.... skemmtilega hællærislegur þáttur.  En skemmtanagildið er það sem gildir  Grin  Ég hef ekki séð nema þáttinn í kvöld.  Kannski maður reyni að muna eftir þessu næst... Aldrei að vita.

 

 

 


Það bara snjóar

Það byrjaði aðeins að koma snjómugga hérna á Skaganum um kvöldmatarleitið í kvöld.  Svo um klukkan 8 þegar ég fór út með tíkina þá var hvít jörð hérna.  Þetta er nú óttaleg slydda svosem en tekur ekki alveg upp um leið. Gott að vera hætt í þessari keyrslu.

Kisa litla fór út í gærmorgun og hefur ekki komið heim síðan.  Læðuskömmin er að breima og ég var búin að panta tíma hjá dýralækninum í Borgarnesi til að láta gelda hana, ekki mín deild að fara að standa í kettlingum og látum.  En þvílík læti og óhljóð í skepnunni.  Ég hef aldrei verið mikið að spá í hegðun katta en þetta sló öll met í mínum bókum.

Vonandi skilar kisuskömmin hún Stjarna sér í hús.  Núbía er búin að vera ómöguleg yfir þessu.  Þessi dýr eru svo miklir félagar.


Tímamót.

Tímabil keyrslu er á enda. 

Kveðjustundin var ljúfsár, enda búin að vera mjög góð rúmlega tvö ár í Kaupsel og góð vinátta skapast hjá okkur innan litla fyrirtækisins.  Ég gaf körlunum mínum og Kristínu fúslega það loforð að heimsækja þau sem oftast.  Og auðvitað vera þeim innan handar ef eitthvað kemur uppá.

Ég kem nú til með að sakna skæranna sem ég hafði aðgang að í vinnunni.  En ég á vonandi bara eftir að eignast annað sett sjálf.  Bestu skæri sem ég hef unnið með og þau eru líka hönnuð til að "spara" axlir og úlnliði sem eru jú slitmestu líkamspartar hársnyrtanna.   Skærin kosta bara sitt, enda handsmíðuð úr gæða stáli. (live time garanty)

Á morgun tekur það mig um 3 mínútur að labba í vinnuna í stað 55-60 mín akstur eins og hefur verið síðasta árið.  

Stórt skref í umhverfisverndarátt Smile  og tveir tímar á dag í hreinan gróða fyrir mig.  Morgunstund gefur gull í mund. Og ég hef hugsað mér að nýta þessa tvo tíma.  Ekkert að leggja mig aftur á morgnana Sleeping


Einn dagur enn :)

Jæja þá er komið að því.   Síðasti vinnudagurinn í höfuðborginni er á morgun.

Ég fer á "grænu hættunni" eins og Helgi kallar Dihatsu inn. í vinnuna í fyrramálið og svo er það strætó heim.  Vonandi getur Kristín skutlað mér í Mosó svo að ég þurfi ekki að taka 4 stætóa frá Garðabæ og heim. Það tekur ansi langan tíma.  Stemmir ekki alveg alltaf saman koma og brottför næsta vagns.

Þann 1/10 tekur svo við vinna á heimaslóðum.  Rakarastofa Gísla er næsti áfanga staður hjá mér vinnulega.   Tek svo bara á því í ræktinni með og þá hlýtur axlar greyið mitt að vinna með mér.  

Nú svo er einkaþjálfarinn farin að iða í skinninu eftir að ég skipti um föt og fari í hlaupaskóna.  Hún situr hérna andspænis mér við eldhúsborðið eins og real lady og "talar" sitt tungumál frekar óþolinmóð skinnið enda búin að vera í mest allan dag innilokuð. Maturinn fær að malla í ofninum þar til ungarnir koma heim úr vinnu og tónlistarskólanum.


Tónlistarskóli og lúðrasveit

Þrösturinn minn er byrjaður í tónlistarnámi. Nánar tiltekið á Slagverk.  Hann fór í annan tímann sinn í dag og eftir þann tíma sagði hann ánægður frá því að honum var boðið að vera með í Lúðrasveitinni. Mánudagar verða helgaðir æfingum en lúðrasveitaræfing er kl 16 og tónlistarskólinn kl 18.  Spennandi verkefni fyrir strákinn.

Óvenjulegir dagar í vinnunni.

Frá því á miðvikudaginn í síðustu viku er ég búin að vera með "lærling" í starfsþjálfun.  Unga stúlku sem ætlar að taka við sölumanns starfinu.  Þetta er bæði skemmtilegt en um leið truflandi fyrir vanaföstu mig.   Stelpan er námsfús og spennt fyrir vinnunni og kemur rosalega vel fram.  En vanafasta ég læt það trufla mig að geta ekki bara etið mína spelt samloku með osti á ferðinni.....  Það er ekki farþega bjóðandi að gera svoleiðis..  Þannig að núna er bílnum parkerað á plani, og samlokan etin..... Já eða farið og keypt samloka, pastabakki eða álíka fljótlegt í fullri samvinnu við hvað hún hefur í huga. Vel þegin tilbreyting frá ostasamlokunni og vatninu.  Svo eftir vikuna þá fer ég að sleppa stelpunni lausri inn á hársnyrtistofurnar.  Wink

1 ár!!!

Í dag er eitt ár síðan ég og krakkarnir fluttum á Akranes.   Rosalega fljótt að líða þetta ár.  Hefur líka verið í nógu að snúast. 

Mikið verið málað, bæði inni og úti.  Aðeins smíðað, t.d. lagt gólfið í risinu og skipt um glerlista á nokkrum gluggum.  Nú ekki má gleyma einangrun upp í þakið og útveggina á risinu.  Garðurinn hefur líka tekið sinn tíma, þó ekki hafi verið mikið gert annað en að slá hann.  En ég er bara ánægð með árið hérna í Nýhöfninni.  Auðvitað hefur það átt sínar drama sveiflur.  En í heildina bara ágætis jafnvægi á okkur hérna.

Í gær tókst mér að mála síðasta gluggann, þó ekki rúðurnar  Wink uppi í ris.  Stiginn minn rétt nær nógu hátt fyrir litlu mig til að teygja mig upp.  Tala nú ekki um hvað langt er niður, þegar upp er komið en hnén og stiginn skulfu álíka mikið í fyrstu atrennu.  Svo jókst sjálfstraustið og við það hætti skjálftinn.  En ég þarf samt að leigja skæralyftu til að ráðast á þakkantinn.  Stiginn er bara ekki nógu langur fyrir það.

Þrösturinn minn er i miklum bíla pælingum ásamt tveimur bekkjarfélögum,  sláttuvél til niðurrifs úti á stétt og verkfærin mín í miklu uppáhaldi hjá peyjunum.  En þeir fá nú líka að vera á verkstæðinu hjá afa annars þeirra við viðgerðirnar, fá þar leiðbeiningar líka sem ég er ekki alveg fær um að gefa þeim.   Svo tekur núna við tónlistarnám hjá guttanum.  Hann komst að í námi í slagverki hérna í tónlistarskólanum.  Svo að núna fær trommusettið að njóta sín.

Svo er komið að tímamótum hjá mér.  Hætti að keyra á milli í næsta mánuði.  Er komin með vinnu á rakarastofu hérna á Skaganum OG búið að ráða nýjan sölumann hjá Kaupsel.  Það verður mikill munur að vera á staðnum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haddý

249 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 273

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband