Til hamingju

Frábær listamaður og ljósmyndari. Fangar augnablikið á einstakan hátt. Til hamingju með viðurkenninguna.
mbl.is Raxi heiðurslistarmaður Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af einkaþjálfaranum og mér

Við stöllurnar tíkin og ég erum að koma okkur upp reglulegum hlaupadögum.  Við hreyfum okkur á hverjum degi en mis hratt og mis mikið í senn.

 Við fórum þann hring í kvöld sem mér er sagt að sé 7,5 km.  En markið er sett á að fara 10 km  núna í janúar. 

Ég þarf bara að mæla réttar vegalengdir svo að þetta verði allt á hreinu.

Kettlingar enn í boði Whistling


2009

Þá er merkilega árinu 2008 lokið og við tekur 2009.

 2008 var enn eitt ár breytinga hjá mér.  Það kom köttur á heimilið :)

Í janúar fór ég á vegum vinnunnar til Manchester á námskeið.

Það reyndist verða eina utanlandsferð ársins hjá mér.  Þröstur fór svo með pabba sínum til Portúgals í sumar.

Hringferð um landið með Þóru og Gabríel var vel heppnað viku frí  í júní.  17 júní á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði var draumur.  Við skoðuðum margt í þessari ferð sem við hvorug höfðum haft tíma á fyrri ferðalögum til.

Hjólaferð um Hvalfjörð með Nonna, Siggu og Sóley var frábær.  

Sumarið fór í að snyrta og laga húsið svona smá.  Stærri viðgerðir eru á hold um óákveðinn tíma.

Garðurinn fékk litla meðferð nema slátt.  Þóra lánaði mér sláttuvélina sína, en hennar garður er þannig að lítið þarf að nota þessháttar maskínu.

Þegar haustaði sá ég að ég hreinlega gæti ekki haldið áfram að keyra svona daglega á milli.  Ég einfaldlega samþykkti þá staðreynd að þetta væri mér ofvaxið.  Mér gekk vel að finna vinnu en þurfti að redda málunum fyrir sunnan.  Fékk að endingu rosalega fína stelpu til að taka við starfinu.  Við unnum saman í mánuð og svo færði ég mig yfir á Rakarastofu Gísla í fulla vinnu..  Hefur verið nóg að gera þar.  Og mikið er ég fegin að þurfa ekki að vera svona mikið á ferðinni.

Eitt loforð gaf ég á árinu... Það er að fara í hálft maraþon með frænda í sumar svo að undirbúningur fyrir að efna það loforð er kominn á skrið.   Dagbók haldin um hreyfingu til að sjá hvað betur má fara í þessum undirbúningi.  Einkaþjálfarinn minn sér um að ýta mér af stað .

Já og í lok ársins gaut litla Stjarna 5 kettlingum svo að árið sem byrjaði á mínu heimili sem kisulaust endaði sem  heimili með 6 ketti.  Já og auðvitað er Núbía alltaf til staðar líka.

Markmið síðasta árs sem sett var í upphafi var nokkurn veginn staðið við.  En ég setti mér það markmið að klára.  Klára það sem ég er byrjuð á að gera í handavinnu/handverki. Ekki að kaupa meira af efnivið í ný verkefni nema ef aðkallandi sérverkefni kæmu til :)   Eins og að prjóna kjól á litlu frænku sem ég vissi að væri á leiðinni strax í sumar og fæddist svo í desember.    Þetta markmið varð líka til þess að Helgi, Gréta og Óskar Ingi fengu all sérstakar jólagjafir í ár.  Kostaði ekki miklu til við að gera þær.  Á árinu kláraði ég líka þá flóknustu kaðlapeysu sem ég hef prjónað.. Sæþór litli vinur minn notar þá flík fyrir mig. 

Árið dugði samt ekki til að klára uppsöfnuð verkefni í handavinnu svo að árið 2009 fær sama markmið ásamt því að ég hlaupi 21 kílómeter í sumar. 

Já og að lokum.   Kettlingar í boði,  bara hafa samband Grin

 


Óska öllum gleðilegra jóla

Bestu óskir um Gleðileg jól til ykkar allra.

Hafið það sem best yfir hátíðirnar.


Jólatré í stofu stendur....

Í dag fékk ég þá yndislegu hugmynd að demba mér í að halda áfram að skreyta úti og inni þegar vinnudeginum var lokið.

 Ég á nefnilega 3 krúttlega kalla.  Jólasvein, hreindýr og snjókall sem hafa hangið utan á hýbýlum mínum í mörg ár, að undanskyldum 101 Reykjavík árunum.  Þessir 3 prýða núna eins og síðasta ár utanverðan pallinn við Nýhöfnina.  Vel skrúfaðir fastir, ekki veitir af þegar lognið fer á ferð á Akranesi.

Svo þegar ég var búin að þessu þá fórum við Núbía í góðan göngutúr í blíðunni og snjófjölinni sem jók bara á jólagleði frúarinnar.  Og í stað þess að kveikja á sjónvarpinu þá var sett jólatónlist í spilarann og jólatréð sótt í kjallarann og skreytt Grin  Tilbúnum jólagjöfum pakkað inn og allt pússað og fegrað.  

Ekki veitir af að reyna að klára þetta af þegar dagarnir fram að jólum fara í að vinna.  Opið á Rakarastofunni til kl 20 fram að jólum.  Svo að ekki verður mikið vit í kellu úr þessu.

Hafið það gott elskurnar og njótið þessara yndislegu daga

Já og fjölgun í fjölskyldunni.  Til hamingju Trausti og Stína með prinsessuna sem fæddist þann 13/12/08.

 


Jólabakstur

Núna er staðið í stórræðum í Nýhöfn Grin

Aðventan byrjar ekki fyrr en myndakökurnar eru bakaðar.  Heimasætan fékk að búa til deygið í gærkvöldi og eftir vinnu í kvöld var tekið til við að skera út kökur og baka.. Það var spurning hvort að það fór meira hveiti framan á dömuna eða á borðið til að hnoða og fletja út.  En við mæðgurnar kláruðum þetta án þess að brenna nokkra plötu..  Hrikalega flottar  Whistling  Eitt slys varð þó við baksturinn... Kanínu form datt á gólfið og Núbía var ekki lengi að lauma sér inn í eldhús og naga lappirar af kanínunni sem lenti í ruslinu fyrir vikið.

Núna eru þau systkinin að byrja að mála myndakökurnar.  Venjulega eru nokkur kvöld tekin í verkið.

Annað kvöld verður búið að fara í búðina og kaupa meiri bökunarvörur til að baka Múskatkökur og vanilluhringi, já og meira af súkkulaðibitakökum sem búið var að baka og búið að borða líka.  Við sjáum svo bara til hvort að við nennum að baka meira. 

Annars er ég óvenjulega sein á mér við að setja upp allt jóladótið mitt.  Komin ljós í gluggana á hæinni og einn glugga niðri.   Risgluggarnir fá líka ljós... Það er svo flott að sjá alla gluggana með ljósum. 


Stundið meira kynlíf

 Tvöfalda þarf nándina í hjónabandinu. 

Erlent | mbl.is | 24.11.2008 | 19:11

Stundið meira kynlíf

Bandaríski predikarinn Ed Young hvetur gift pör í söfnuði sínum til að stunda meira kynlíf. Young, sem er rithöfundur og þáttastjórnandi í sjónvarpi, auk þess að vera andlegur leiðtogi Fellowship kirkjunnar, hvatti gift pör til að bæta samband sitt með því að stunda kynlíf á hverjum degi í viku.

Stórt hjónarúm var sviðsmyndin sem Young valdi fyrir ákall sitt og biblían var einn fylgihlutanna, enda vildi hann leggja áherslu á að það væri kominn tími til að kirkjan hleypti Guði aftur í hjónasængina.

„Í dag byrjum við þessa kynraun, sjö dagar af kynlífi,“ hefur Herald Tribune eftir Young. Þetta var á sunnudaginn fyrir viku. Í síðustu predikun Young, sl. sunnudag, sagði eiginkona hans Lisa Yong að eftir viku af kynlífi hvern dag „þá væru sum okkar brosandi“. Fyrir aðra sem séu takast á við framhjáhald, kynlífsfíkn eða annars konar sársauka, „þá hefur einhver sársauki gert var við sig, en vonandi einhver gleði líka.“

Young hvatti gifta meðlimi safnaðarins til að halda uppteknum hætti. „Við þurfum að tvöfalda nándina í hjónabandinu. Og þegar ég tala um nánd þá er ég ekki að tala um að haldast í hendur, eða gott baknudd,“ sagði predikarinn.

Hinir einhleypu fá hins vegar ekki sömu hvatningu. „Prufið að borða súkkulaðiköku,“ var ráðlegging Young til þeirra ógiftu.

 

 

Jahérna hér.  Súkkulaðiköku át í stað kynlífs fyrir einhleypa.  Giftum ráðlagt að stunda það daglega til að ná meiri nánd í sambandið.  þetta með nándina, Hvað um okkur einhleypa fólkið??

Gott fólk.  Ég þarf að skoða þetta áður en ég sannreyni.  Fer eftir þörfum frúarinnar LoL


Frábærir tónleikar

Núna eru Vökudagar hérna á Akranesi, þar sem eru uppákomur af ýmsum toga.  Myndlistarsýningar, tónleikar, leikrit og fl.  En í kvöld voru Óskalagatónleikar Eyþórs Inga organista á Akureyri hérna í Akraneskirkju.   Hreint og beint frábærir tónleikar þar sem hann byrjaði á Stefi úr "Draumi á Jónsmessunótt" betur þekkt sem brúðarmarsinn. Svo spilaði hann Bítlasyrpu og lag eftir Marc Knopfler ásamt öðrum lögum.  En hátindurinn var fyrir mig þegar hann spilaði Bohemian Rhapsody eftir Freddie Merkury.  Gæsahúð af betra tagi maður.  Þetta var hreint út sagt ótrúlegt.  Star Wars (Main Theme) kom svo seinna.  Af klassískari tónlist var Toccata con fuga  í d. Eftir Bach alveg stórkostlegt líka.

Svo er bara að fylgjast með því sem í boði er og kíkja á það sem er áhugavert.

En annars átti ég og vinkonur mínar alveg yndislegan laugardag.  Fórum í Hreyfingu í Dekur.  Kostaði engar formúgur, og bara slökun sem var vel þegin.  Mæli með kísilgufunni og heitu pottunum. Þaðan var farið heim til þeirrar sem í borginni býr og við pæjurnar dressuðum okkur upp fyrir matinn og enduðum kvöldið svo á balli með Eurobandinu.  Mikið tjúttað og mikið fjör.  Svo keyrði ég okkur Skagafólkið heim, kom heim kl 5/30 um morguninn..... enda var gærdagurinn frekar letilegur.

 


Fikt í photoshop

Ég er langt frá því að vera nokkur snillingur í myndvinnslu. En mér fannst mér takast vel til þegar ég fiktaði áðan við þessa  mynd sem tekin er innan við Seljalandsfoss.Seljalandsfoss


Næsta síða »

Um bloggið

Haddý

33 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband