30.9.2007 | 12:19
Viðbragðsflýtir.
Núna síðasta mánuðinn hef ég tvisvar þurft að sinna "útkalli" dóttur minnar þegar hún hefur lent í árekstrum. Í annað skiptið var það smávægilegt þó svo að stærðarmunurinn á bílunum hafi verið mikill. Það óhapp átti sér stað innan höfuðborgarsvæðisins,þar sem við bjuggum á þeim tíma, og var biðin eftir lögreglunni nokkuð löng. Ég var sem sagt mætt á staðinn um það bil 45 mínútum á undan lögreglunni. Engin slys urðu á fólki né dýrum svo að það gerði ekkert til nema fyrir atvinnubílstjórann sem var hinn þáttakandinn í óhappinu að hann tafðist við vinnu sína.
Svo í nótt hringdi þessi elska hún dóttir mín í mömmu sína og sagði mér að hún hefði lent í slysi í Hvalfjarðargöngunum þegar hún var að koma heim frá Reykjavík.
Ég stökk auðvitað upp úr rúminu og út í bíl og brunaði af stað út í göng. Á leiðinni fékk ég annað símtal um að hún hefði fengið far hjá strákum sem komu á eftir henni og væri komin upp í veggjaldsskýlið og búin að hringja í lögregluna. Af augljósum ástæðum var ég AFTUR á undan lögreglunni enda fékk ég kallið fyrst. Í þetta skiptið virðist sem það hafi sprungið að framan hjá stelpunni og hún endasentist yfir akgreinarnar og eftir gangnavegginum hinu megin, stórskemmdi bílinn sinn. Hún meiddist ekkert og Akranes lögreglan var nokkuð fljót á staðinn og við mæðgurnar fórum niður í göngin í fylgd þeirra til að skoða og hún að gefa skýrslu um málið. Bíllinn var svo dreginn upp á pall á viðeigandi bifreið og fluttur til geymslu "úr umferð".
Mig langar til að þakka þessum strákum sem komu á vettvang fyrir að skutla stelpunni sem var í sjokki yfir slysinu upp úr göngunum og eins lögreglunni hérna á Akranesi fyrir fagleg vinnubrögð og þægilega framkomu við stelpuna.
Núna vonum við bara að þessu "klessu" tímabili fari að ljúka og hún verði aftur tjónlaus ökumaður eins og hún hafði verið fyrsta árið og rúmlega það.
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ææ greyið. Skelfileg óheppni er að elta hana. En ef hún er sjálf í lagi gerir minna til með járnaruslið. Bið að heilsa stelpunni.
Helgi Jónsson, 1.10.2007 kl. 23:57
Stelpan ætti að læra af þessu en betri er beyglaður bíll er brotinn einstaklingur. Verður að vera þakklát fyrir það að hún slaðast ekki.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.10.2007 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.