7.10.2007 | 11:38
Að vera "nýbúi"
Ég er búin að búa á Akranesi núna í rétt rúman mánuð. Kann virkilega vel við það og uni hag mínum mjög vel.
En í gærkvöldi upplifði ég það að fara á ball hérna og þekkja varla sálu Ég og dóttirin skelltum okkur á Okoberfest- uppskeruhátíðina hjá Skagamönnum. Og í alvöru sagt þá voru þarna 3 aðilar sem ég hef nokkurn tíman talað við. Og það var vinnutengt eða tengdist fasteignakaupunum mínum.
Við mæðgur skemmtum okkur konunglega, höfðum gaman af þeim sem stóðu vörð um aldurstakmörkin. En ökuskýrteini dótturinnar var skoðað vel og vandlega, kallaður til annar dyravörður til að úrskurða um hvort að réttur aðili væri á ferð Mér fannst þarna vel að verki staðið og þegar þau voru búin að úrskurða að þetta gæti staðist, þá sagði ég að þetta væri rétt stelpa enda dóttir mín.
En daman mín ákvað að skella sér í Fjölbrautarskólann hérna á Akranesi til að kynnast krökkunum á staðnum, og ég varð enn ákveðnari í að finna vinnu hér á staðnum bæði til að sleppa við aksturinn í bæinn og eins til að vera ekki "alger nýbúi" lengur en þörf er á.
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það munar miklu að vera að vinna á staðnum, ég datt alveg út úr lífinu hérna á Selfossi þessi 10 ár sem ég var að vinna í burtu, þó ég væri enginn nýbúi. Fattaði þetta ekki fyrr en ég kom heim aftur.
Helgi Jónsson, 8.10.2007 kl. 22:49
Haha já ég veit allt um það. Er meira að segja auðvelt að vera out..
Krakkarnir í skólanum hjá syninum spyrja hann í hálfum hljóðum, þegar við erum úti að viðra hundinn, "Er þetta mamma þín ?" Þannig að tengslin eru að myndast
Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 8.10.2007 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.