11.4.2008 | 23:16
Ekkert er fegurra en...
Vorkvöld í Reykjavík var einu sinni sungið um. En mikil ósköp var nú fallegt sólarlagið hérna yfir Krókalónið núna í kvöld.
Já ég er þeirra forréttinda njótandi að hafa sjálfan Snæfellsjökulinn og fjallgarðinn á Snæfellsnesinu í bakgarðinum, eða svo að segja. Purpurarauður í fjarskanum, umvafinn dulúð. Myndin með var tekin fyrr á árinu en sýnir glöggt hvað ég á við.
Almennt séð finnst mér fátt fegurra en sólarlagið á vorin. Kyrrðin og róin sem færist yfir náttúruna er ólýsanleg. Vona að ég nái fallegu skoti og set það þá inn ásamt fleiri myndum.
En svona í framhjáhlaupi. Eyþór Ingi eða Arnar? Ekki vafi í mínum huga hvor er betri. En hvor á að fá söngvarastöðuna hjá Bubba. Það er spurning sem verður gaman að fá að sjá svarið við.
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það er enginn vafi að Eyþór Ingi er betri söngvari. Sýndi sig best í kvöld að Arnar er ekki eins fjölhæfur. En samt held ég að Arnar henti þessu bandi betur, en þó veit ég það ekki því að þessir menn geta spilað allt
Helgi Jónsson, 12.4.2008 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.