15.4.2008 | 23:18
Vorverkin
Vorverkin á mínum bæ eru svo sannarlega hafin.
12 ára sonurinn og ég tókum okkur til og byrjuðum á þeim í gær. Fyrsta vorverkið þetta árið var að taka hjólin undan línuskautunum og hreinsa upp legur og smyrja í. Dekkin voru svo sett eitt og eitt undir aftur þangað til aðeins eitt var eftir, þá vantaði boltann sem í gegnum herlegheitin átti að ganga til að festa það undir skautann. Kettlingurinn á bænum var strax dæmdur sekur um að hafa rænt þessu fína leikfangi. Við leituðum lengi og vel en ekki fannst gripurinn. Í dag fór ég svo í þær hjólabúðir í höfuðborginni, sem á vegi mínum urðu, þar sem línuskautar fást líka en hvergi var til rétt stærð. Sonur minn fékk því það verkefni þegar hann kom heim úr skólanum að lýsa með vasaljósi undir þvottavélina í kjallaranum og viti menn að þar leyndist leikfang kisu. En þá var mamman með eitt stykki af þessum umtöluðu boltum í vasanum í borginni svo að það þurfti að bíða til kl 18/30 með að klára loksins línuskauta viðgerðir. Við mikla kátínu var síðasta dekkið sett undir skautann og farið út að reyna hvort að þeir rúlluðu ekki betur en áður. Sem auðvitað reyndist vera.
Annað vorverkið var svo að skipta um slöngur í hjóli stráksins. Hann setti nefnilega svaka flottar ál hettur á ventlana síðasta sumar sem hreinlega gréru fastar við og eina leiðin var að slíta þær af til að geta pumpað í dekkin. Var mikið búið að reyna á snjólausum dögum vetrarins að losa en ekkert gekk. Mamman tók þá bara vel á og sneri í sundur seinni slönguna en sú fyrri gaf sig fyrir nokkru síðan. Notaði tækifærið og keypti slöngur í leiðangrinum um hjólabúðir höfuðborgarinnar í dag. Þetta verkefni tók enga stund og svo voru bremsur stilltar og keðja smurð svo að hjólið er að verða tilbúið fyrir sumarið, það er að segja eins lengi og það endist en garmurinn er ansi lúinn.
Svo er bara að fara að ákveða hvað á að taka fyrst fyrir í RISA lóðinni minni. Fyrir mig er það tilhlökkunar efni að hafa þennan garð fyrir mig og mína þörf fyrir að vera með puttana í moldinni. En ég ætla nú ekki að fara í stórar framkvæmdir þetta sumarið. Sennilega verður mest farið í fótbolta og frisbí með Núbíu tíkinni minni til að trampa niður mosa sem er ansi ríkjandi innan um nokkur grasstrá. Og auðvitað þarf að fjárfesta í sláttuvél með poka til að slá þessa hátt í 700 fermetra.
Eða fá sér belju í garðinn.... Það myndi spara mjólkurkaupin
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé þig í anda sijandi á mjaltakollinum að toga í spenana. Þú gætir jú hýst kusu í geymslunni í kjallaranum og yrði það ekki bara til að fullkomna búgarðinn að skella svona eins og tveim-fjórum hænum þar með henni.
Helgi Jónsson, 19.4.2008 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.