Rok

Það er nú búið að blogga heilmikið um veðrið á Kjalarnesi síðustu tvo daga. Svo að ég bæti bara við einu.

Eins og þeir sem til mín þekkja vita þá er ég ein af bílstjórunum sem ferðast þarna um tvisvar á dag.  Í gærmorgun þegar ég keyrði fram hjá vindmælinum hérna á Akranesi stóð að vindkviður væru í 36 metrum á Kjalarnesi. 

Auðvitað renndi ég nú samt í vinnuna á litla græna Dihatsu.  Kjalarnesið var nú bara allt í lagi en þegar komið var niður í brekkuna ofan í Kollafjörðinn þá fyrst tók í bílinn.  Ég var hræddust um að druslan myndi springa í loft upp í hamaganginum sogið og krafturinn í Kára var þvílíkur.... 

Það kom mér heldur ekkert á óvart að sjá leifarnar af hjólhýsinu þegar ég keyrði svo heim í 31 meter skv. skiltinu í Mosó.  Í ljósi þess að litli minn skókst og hristist um morguninn, þá höfðu kviðurnar aukist upp fyrir 40 metrana þarna um miðjan daginn.  Þar stóð líka húsbíll sem hafði hreinlega verið snúið með nefið upp í vindinn úti í vegkanti og móa.  En ekkert virtist ama að þar.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég renndi svo í bæinn í morgun og skiltið sýndi BARA 25 metra að mér var stórlega létt. Ekki síst vegna þess að Dihatsu er í viðgerð hjá eigandanum á höfuðborgarsvæðinu og ég tók strædó heim.   Strædó hristist nú dulítið á leiðinni og á Kjalarnesi var ekki hægt að opna afturdyr vagnsins vegna veðurs, bara allir út að framan í kvöld.

Við skulum bara vona að vorhretið fari að hætta svo að allir komist nú ferða sinna hvert á land sem er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Já það getur oft verið ansi hvasst þarna á Kjalarnesinu og oft hef ég hugsað til þín þegar ég frétti af einhverjum óhöppum þar. En þetta er nú allt skárra á sumrin og í haust verður þú kannski komin í vinnu á Skaganum og losnar við þetta vesen.

Helgi Jónsson, 10.5.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

33 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband