20.5.2008 | 22:52
Ofsaakstur á þjóðvegum.
Það er ótrúlegt hvað þessi Laugavatns vegur er oft misnotaður. Að keyra bíl á 170 km hraða þarna er brjálæði. Vegurinn er nánast einbreiður, mishæðóttur og hlykkjóttur.
Oft hef ég líka heyrt þá sögu hafða eftir Ólafi Ketilssyni að honum fannst jú gott að fá malbikið. En hvenar verður leiðin til baka gerð? er sagt að hann hafi haft á orði.
En þetta er ekkert ný bóla að þarna sé ekið allt of hratt. Fórnarlömb slysa á þessum vegi sem og öðrum eru allt of mörg.
Hemjum okkur á bensíngjöfinni.
Tekinn á 170 km. hraða á Laugarvatnsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er hægt að gera, þetta er vandamál sem þarf að breytast í verkefni!
Hansína Hafsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:50
Já Haddý, þetta er brjálæði. Ég er búinn að fara þarna nokkrar ferðir á vörubílnum með vélavagninn þarna um og það er nú bara þannig að vegurinn er svo mjór að ef hann hallaði ekki svona mikið út frá miðjunni í báðar áttir væri erfitt að mætast þarna á tveim stórum bílum svo ekki vildi ég fá bíl á móti mér þarna á 170 km hraða annaðhvort út úr beygju eða yfir blindhæð.
En annað. Rosalega hefðir þú skemmt þér vel ef þú hefðir verið með mér í kvöld. Fór á tónleikana með Kór FSu og Magna. Þeir voru algerlega frábærir.
Helgi Jónsson, 22.5.2008 kl. 01:10
Já mig langaði svakalega til að fara, en nennti ekki ein Var líka eitthvað að mikla fyrir mér að renna austur fyrir fjall eftir vinnu keyrsluna, Bíllinn minn líka ekki heima svo að ég bara geri eitthvað annað í staðinn síðar.
Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 24.5.2008 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.