Mikið er ég fegin að hafa flutt frá Selfossi

Já mikil lifandi ósköp er ég fegin að hafa flutt frá Selfossi núna. Það verð ég að segja alveg eins og er.

Bræður mínir tveir og fjölskyldur þeirra búa á Selfossi og ég er búin að heyra í þeim báðum og skemmdir töluverðar hjá þeim.  Elsti sonurinn minn minn býr þar líka en honum líður vel og vill ekkert vera að koma heim til mömmu því að þetta sé ekkert mál.

Ég var stödd í Kópavogi uppi á annarri hæð inni á hársnyrtistofu þegar ósköpin dundu yfir, mér fannst það bara alveg hellingur.  Speglar hristust og nötruðu og á snyrtistofu í sama húsnæði heyrðist brothljóð.  Ljósakrónur sveifluðust og fólk sem þarna var inni var virkilega brugðið.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom út í bíl var að hringja í Davíð á Selfossi, hann gerði lítið úr þessu og sagði að ein flaska og mynd/stytta hefði brotnað. Annað ekki.  Svo heyrði ég í honum seinna í kvöld og þá fékk ég að heyra að þetta væri svolítið meira úti í bæ heldur en í húsinu hjá þeim feðgum sem er í nýju hverfi á Selfossi.

Hér á Akranesi var Þröstur yngri sonur minn að skella örbylgjupoppi í örbylgjuofn heima hjá vinum okkar. Og um leið og hann setti í gang hristist allt og skalf.... Vá lætin í ofninum maður Wink

Svo var  horft á fréttir og við bæði erum sammála um að vera sátt og sæl á Skaganum.

Annars er pabbahelgi framundan hjá mínum manni svo að hann sér vegsummerkin á Selfossi, og kannski ég skelli mér bara austur með hann.  Ef þörf er á aðstoð við að laga til hjá vinum og vandamönnum.  Þá er ég til. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Það þarf nú svo sem lítið að laga til hérna hjá mér, en þú ert alltaf velkomin í kaffisopa.

Helgi Jónsson, 30.5.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Takk fyrir það Helgi minn.  Ég er bara bíllaus Hann er í réttingu hjá Bjarna. Annars hefði ég skotist með Þröst austur og kíkt í kaffi.  Kemst kannski að sækja strák.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ætlaði að reyna að sækja bílinn í gær, en í hamaganginum fór það fyrir.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

31 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband