10.6.2008 | 23:28
Eftir helgar bloggari
Ég sé að ég er með afburðum lélegur bloggari Eiginlega svona "eftir helgar bloggari". Og meira að segja svona í seinna lagi núna.
Allt á sinn tíma.
En ég átti enn og aftur yndislega helgi. Á Föstudag mætti frumburðurinn í heimsókn, stoppaði bara vel og lengi. Borðuðum auðvitað Mömmu Pizzu og fékk sá stóri eina óbakaða með sér á Selfoss, sendi svo frábært sms á sunnudag til að segja mömmu að enginn matur tæki pizzunni fram sem hann fékk sér þá. Það er alltaf jafn frábært að fá svona hrós sem koma frá hjartanu. Takk Davíð minn, Knús á strákinn minn.
Á laugardaginn fékk ég líka alveg frábæra heimsókn. Elsta vinkona mín af öllum kíkti í Nýhöfnina Það var bara yndislegt að fá þig í heimsókn og spjall Erla mín. Og já við verðum að fara að safna gamla genginu aftur saman. Það er sko ekki spurning. Svo tóku við fegrunarverkefni af öllum toga. Sláttur var að vísu á föstudag, en fúgavörn á lista sem smátt og smátt fegra glugga Nýhafnar, afhreinsun á lausri málningu og fúgavörn hélt áfram sem og persónulegar meðferðir á ættingjum og vinum eru alltaf jafn skemmtilegar. Lýður Sigga og Úlfar kíktu í kaffi og smá beauty á sunnudag. En á meðan var hann Hreiðar minn að laga einn gluggann fyrir mig. Yndislegt að hafa svona hjálpfúsan mann innan handar.
Þrösturinn minn tjaldaði svo úti í garði í gær. Og gerðu þeir bestu vinirnir tilraun til að sofa í tjaldinu í nótt en gáfust upp og Gabríel fór heim, en tilraun tvö í kvöld,og þá Núbía ekki að fá að vera inni í tjaldi, enda frekar plássfrek prinsessan.
Ég sjálf hef verið heima í aumingjagangi mánudag og þriðjudag, en mæti gallvösk til vinnu á morgun, höfuðverkur og beinverkir geta ekki haldið manni í festum mikið lengur, ekki þegar viku sumarfrí er framundan.
Dekurferð um landið með heimsins bestu vinkonu og strákunum okkar. Bara til að njóta lífsins og náttúrunnar á okkar hátt. Það toppar það fátt í mínum huga. Steinar og myndavél. bara tilhlökkunarefni.
Annars er kvöldsólin búin að bjóða upp á sjónarspil á nánast hverju kvöldi í vor og sumar. Skelli inn einni sem ég tók í fyrrakvöld til að fegra þessa færslu.
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja sko það eru fleiri en ég sem eru latir við að blogga hehe. Það gerir sko ekkert til þó mar nennekki að blogga alla daga enda hefði mar frá ósköp litlu að segja held ég ef mar gerði það.
btw falleg mynd herna undir
kv Linda Rós
Linda Rós Jóhannsdóttir, 12.6.2008 kl. 08:34
Ég er alveg sammála. Yrði frá fáu að segja ef meðaljóninn bloggaði alla daga
Myndin er tekin út af pallinum við húsið mitt, sér yfir Krókalón og upp á Snæfellsnes. Bara flott útsýni.
Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:50
Hæ hæ! Ætlaði að þakka fyrir kaffibollann og spjallið og sé þá að þú varst á undan ;) Rosalega var nú gaman að sjá hvað allt er í miklum blóma hjá þér og kraftinn í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur kona. Húsið er yndislegt og staðsetningin frábær - auðvitað vissi pabbi strax hvaða hús þú átt þegar ég sagð að það héti Nýhöfn! Hann bjó á Skólabraut 25 - ekki langt frá þér. Hafðu það rosalega gott í sumar - við kílum á eitthvað með haustinu.
knús Erla
Erla (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.