2.7.2008 | 20:59
Blöðrur og borðar
Þegar ég kom heim á Skagann í dag þá blöstu við borðar og blöðrur á Kirkjubrautinni. Allt í tilefni Ískra daga sem formlega hefjast á morgun.
Þetta verða fyrstu Írsku dagarnir sem ég upplifi hérna sem íbúi á Akranesi en ég hef þó mætt á Skagann og á Lopapeysuballið tvisvar áður.
Ég ætla reyndar ekki að vera alla helgina heima í þetta skiptið því að ég tók áskorun frá frænda mínum um að hjóla Hvalfjörðinn um helgina. Ég lét nú hjólasystu vita og hún og dóttir hennar ætla að slást með í för. Góða veðrið á Laugardag á að nota til fararinnar, svo bara skella sér á Lopapeysuball um kvöldið.
Undirbúningurinn fyrir hjólatúrinn er kannski frekar lítill en þó búin að fara tvisvar út að skokka í vikunni, sem sjá mátti á andrésar andar göngulagi frúarinnar í gær, var mun skárri í dag enda skokkuðum við Núbía (tíkin mín) hringinn bara létt núna í kvöld svo var bætt lofti í dekkin á hjóli sonarins sem ég ætla að fá lánað á meðan hann er á Portugal. Frekar skrítið að hafa ekki litla stúfinn heima svona lengi. Vika búin og vika eftir af ferðinni hjá honum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.