1.9.2008 | 18:58
1 ár!!!
Í dag er eitt ár síðan ég og krakkarnir fluttum á Akranes. Rosalega fljótt að líða þetta ár. Hefur líka verið í nógu að snúast.
Mikið verið málað, bæði inni og úti. Aðeins smíðað, t.d. lagt gólfið í risinu og skipt um glerlista á nokkrum gluggum. Nú ekki má gleyma einangrun upp í þakið og útveggina á risinu. Garðurinn hefur líka tekið sinn tíma, þó ekki hafi verið mikið gert annað en að slá hann. En ég er bara ánægð með árið hérna í Nýhöfninni. Auðvitað hefur það átt sínar drama sveiflur. En í heildina bara ágætis jafnvægi á okkur hérna.
Í gær tókst mér að mála síðasta gluggann, þó ekki rúðurnar uppi í ris. Stiginn minn rétt nær nógu hátt fyrir litlu mig til að teygja mig upp. Tala nú ekki um hvað langt er niður, þegar upp er komið en hnén og stiginn skulfu álíka mikið í fyrstu atrennu. Svo jókst sjálfstraustið og við það hætti skjálftinn. En ég þarf samt að leigja skæralyftu til að ráðast á þakkantinn. Stiginn er bara ekki nógu langur fyrir það.
Þrösturinn minn er i miklum bíla pælingum ásamt tveimur bekkjarfélögum, sláttuvél til niðurrifs úti á stétt og verkfærin mín í miklu uppáhaldi hjá peyjunum. En þeir fá nú líka að vera á verkstæðinu hjá afa annars þeirra við viðgerðirnar, fá þar leiðbeiningar líka sem ég er ekki alveg fær um að gefa þeim. Svo tekur núna við tónlistarnám hjá guttanum. Hann komst að í námi í slagverki hérna í tónlistarskólanum. Svo að núna fær trommusettið að njóta sín.
Svo er komið að tímamótum hjá mér. Hætti að keyra á milli í næsta mánuði. Er komin með vinnu á rakarastofu hérna á Skaganum OG búið að ráða nýjan sölumann hjá Kaupsel. Það verður mikill munur að vera á staðnum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er orðið heilt ár síðan við Aron vorum að roga dótinu niður stigann á Njálsgötunni? Mikið rosalega líður þetta. Til hamingju með þetta allt saman. Vonandi gengur pjakknum vel í trommunáminu og að ég tali nú ekki um í bílasmíðinni. Hann hringdi í mig um daginn í hreint ótrúlegum pælingum, og ef þetta tekst hjá þeim verður örugglega þrælskemmtilegt leikfang úr þessu.
Helgi Jónsson, 1.9.2008 kl. 23:54
Ó já Helgi minn það er komið ár síðan ég misnotaði fjölskylduna, þá sem gáfu skotfæri á sér, eins og ég mögulega gat.
Strákurinn verður einhverntíman góður. Pælingarnar í kringum þetta allt eru nú þegar komnar langt ofar mínum skilningi. Þó ég sé nú ekki alveg laus við tækjadellur
Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.