Það bara snjóar

Það byrjaði aðeins að koma snjómugga hérna á Skaganum um kvöldmatarleitið í kvöld.  Svo um klukkan 8 þegar ég fór út með tíkina þá var hvít jörð hérna.  Þetta er nú óttaleg slydda svosem en tekur ekki alveg upp um leið. Gott að vera hætt í þessari keyrslu.

Kisa litla fór út í gærmorgun og hefur ekki komið heim síðan.  Læðuskömmin er að breima og ég var búin að panta tíma hjá dýralækninum í Borgarnesi til að láta gelda hana, ekki mín deild að fara að standa í kettlingum og látum.  En þvílík læti og óhljóð í skepnunni.  Ég hef aldrei verið mikið að spá í hegðun katta en þetta sló öll met í mínum bókum.

Vonandi skilar kisuskömmin hún Stjarna sér í hús.  Núbía er búin að vera ómöguleg yfir þessu.  Þessi dýr eru svo miklir félagar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Það er líka orðin alhvít jörð hérna á Selfossi, þegar ég var á leiðinni austur varð ég var við smá fukt á heiðinni, ekkert af viti, en síðan þegar ég leit út um 9 leitið var bara farið að snjóa. Óskari Inga fannst þetta mjög merkilegt að sjá. Vonandi skilar kisa sér, hún hlýtur að leita í skjól í snjónum, kettir hafa aldrei verið hrifnir af snjó eftir því sem ég best veit.

Helgi Jónsson, 2.10.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Já við vonum að dýrið skili sér...  Læður að breima eru furðudýr. Og Stjarna er ekki alveg að hegða sér eins og kisa öllu jöfnu svo að þetta kemur allt í ljós

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

33 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband