14.12.2008 | 01:30
Jólatré í stofu stendur....
Í dag fékk ég þá yndislegu hugmynd að demba mér í að halda áfram að skreyta úti og inni þegar vinnudeginum var lokið.
Ég á nefnilega 3 krúttlega kalla. Jólasvein, hreindýr og snjókall sem hafa hangið utan á hýbýlum mínum í mörg ár, að undanskyldum 101 Reykjavík árunum. Þessir 3 prýða núna eins og síðasta ár utanverðan pallinn við Nýhöfnina. Vel skrúfaðir fastir, ekki veitir af þegar lognið fer á ferð á Akranesi.
Svo þegar ég var búin að þessu þá fórum við Núbía í góðan göngutúr í blíðunni og snjófjölinni sem jók bara á jólagleði frúarinnar. Og í stað þess að kveikja á sjónvarpinu þá var sett jólatónlist í spilarann og jólatréð sótt í kjallarann og skreytt Tilbúnum jólagjöfum pakkað inn og allt pússað og fegrað.
Ekki veitir af að reyna að klára þetta af þegar dagarnir fram að jólum fara í að vinna. Opið á Rakarastofunni til kl 20 fram að jólum. Svo að ekki verður mikið vit í kellu úr þessu.
Hafið það gott elskurnar og njótið þessara yndislegu daga
Já og fjölgun í fjölskyldunni. Til hamingju Trausti og Stína með prinsessuna sem fæddist þann 13/12/08.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:32 | Facebook
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.