2009

Þá er merkilega árinu 2008 lokið og við tekur 2009.

 2008 var enn eitt ár breytinga hjá mér.  Það kom köttur á heimilið :)

Í janúar fór ég á vegum vinnunnar til Manchester á námskeið.

Það reyndist verða eina utanlandsferð ársins hjá mér.  Þröstur fór svo með pabba sínum til Portúgals í sumar.

Hringferð um landið með Þóru og Gabríel var vel heppnað viku frí  í júní.  17 júní á Steinasafni Petru á Stöðvarfirði var draumur.  Við skoðuðum margt í þessari ferð sem við hvorug höfðum haft tíma á fyrri ferðalögum til.

Hjólaferð um Hvalfjörð með Nonna, Siggu og Sóley var frábær.  

Sumarið fór í að snyrta og laga húsið svona smá.  Stærri viðgerðir eru á hold um óákveðinn tíma.

Garðurinn fékk litla meðferð nema slátt.  Þóra lánaði mér sláttuvélina sína, en hennar garður er þannig að lítið þarf að nota þessháttar maskínu.

Þegar haustaði sá ég að ég hreinlega gæti ekki haldið áfram að keyra svona daglega á milli.  Ég einfaldlega samþykkti þá staðreynd að þetta væri mér ofvaxið.  Mér gekk vel að finna vinnu en þurfti að redda málunum fyrir sunnan.  Fékk að endingu rosalega fína stelpu til að taka við starfinu.  Við unnum saman í mánuð og svo færði ég mig yfir á Rakarastofu Gísla í fulla vinnu..  Hefur verið nóg að gera þar.  Og mikið er ég fegin að þurfa ekki að vera svona mikið á ferðinni.

Eitt loforð gaf ég á árinu... Það er að fara í hálft maraþon með frænda í sumar svo að undirbúningur fyrir að efna það loforð er kominn á skrið.   Dagbók haldin um hreyfingu til að sjá hvað betur má fara í þessum undirbúningi.  Einkaþjálfarinn minn sér um að ýta mér af stað .

Já og í lok ársins gaut litla Stjarna 5 kettlingum svo að árið sem byrjaði á mínu heimili sem kisulaust endaði sem  heimili með 6 ketti.  Já og auðvitað er Núbía alltaf til staðar líka.

Markmið síðasta árs sem sett var í upphafi var nokkurn veginn staðið við.  En ég setti mér það markmið að klára.  Klára það sem ég er byrjuð á að gera í handavinnu/handverki. Ekki að kaupa meira af efnivið í ný verkefni nema ef aðkallandi sérverkefni kæmu til :)   Eins og að prjóna kjól á litlu frænku sem ég vissi að væri á leiðinni strax í sumar og fæddist svo í desember.    Þetta markmið varð líka til þess að Helgi, Gréta og Óskar Ingi fengu all sérstakar jólagjafir í ár.  Kostaði ekki miklu til við að gera þær.  Á árinu kláraði ég líka þá flóknustu kaðlapeysu sem ég hef prjónað.. Sæþór litli vinur minn notar þá flík fyrir mig. 

Árið dugði samt ekki til að klára uppsöfnuð verkefni í handavinnu svo að árið 2009 fær sama markmið ásamt því að ég hlaupi 21 kílómeter í sumar. 

Já og að lokum.   Kettlingar í boði,  bara hafa samband Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

33 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband