Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn W00t
Grasið farið að grænka í garðinum og fuglum fjölgar á Krókalóninu. 

Sonur minn er skáti og tilheyrir aldursflokki Fálkaskáta.  Eins og hæfir á sumardaginn fyrsta var farið í skrúðgöngu frá Skátaheimilinu hérna á Akranesi til kirkju. Hann fór af stað að heiman á undan mér í morgun og ég og tíkin fylgdum á eftir.  Eftir smá göngu fór ég að heyra kunnuglegt bjölluhljóð fyrir aftan mig svo að ég leit við og þá heyrðist lítið mjálm Blush.. Var þá ekki litla Sjarna hlaupandi á eftir okkur eins og lítill hvolpur sem vildi koma með. Ég náði nú kisu litlu eftir smá eltingaleik en alltaf fylgdi hún á eftir okkur og fór með hana heim aftur.  Gengur frekar illa að halda á kettlingi, vera með hund í bandi og myndavél til að taka myndir af Skátanum mínum. 

Skátamessan var virkilega falleg eins og við var að búast.  Hátíðleg og skemmtileg í senn.

Núna er stefnan tekin á fjöruferð á Snæfellsnesið.  Við vinkonurnar ætlum að fara með synina og skoða steina í Dritvík.  Gæludýrin fá að vera heima svo að við fáum notið okkar með nefið niðri í fjörunni. 


Vorverkin

Vorverkin á mínum bæ eru svo sannarlega hafin.

12 ára sonurinn og ég tókum okkur til og byrjuðum á þeim í gær.  Fyrsta vorverkið þetta árið var að taka hjólin undan línuskautunum og hreinsa upp legur og smyrja í.  Dekkin voru svo sett eitt og eitt undir aftur þangað til aðeins eitt var eftir, þá vantaði boltann sem í gegnum herlegheitin átti að ganga til að festa það undir skautann.  Kettlingurinn á bænum var strax dæmdur sekur um að hafa rænt þessu fína leikfangi.  Við leituðum lengi og vel en ekki fannst gripurinn.  Í dag fór ég svo í þær hjólabúðir í höfuðborginni, sem á vegi mínum urðu, þar sem línuskautar fást líka en hvergi var til rétt stærð.  Sonur minn fékk því það verkefni þegar hann kom heim úr skólanum að lýsa með vasaljósi undir þvottavélina í kjallaranum og viti menn að þar leyndist leikfang kisu.  En þá var mamman með  eitt stykki af þessum umtöluðu boltum í vasanum í borginni svo að það þurfti að bíða til kl 18/30 með að klára loksins línuskauta viðgerðir.  Við mikla kátínu var síðasta dekkið sett undir skautann og farið út að reyna hvort að þeir rúlluðu ekki betur en áður.  Sem auðvitað reyndist vera.

Annað vorverkið var svo að skipta um slöngur í hjóli stráksins.  Hann setti nefnilega svaka flottar ál hettur á ventlana síðasta sumar sem hreinlega gréru fastar við og eina leiðin var að slíta þær af til að geta pumpað í dekkin. Var mikið búið að reyna á snjólausum dögum vetrarins að losa en ekkert gekk.  Mamman tók þá bara vel á og  sneri í sundur seinni slönguna en sú fyrri gaf sig fyrir nokkru síðan.  Notaði tækifærið og keypti slöngur í leiðangrinum um hjólabúðir höfuðborgarinnar í dag.  Þetta verkefni tók enga stund og svo voru bremsur stilltar og keðja smurð svo að hjólið er að verða tilbúið fyrir sumarið, það er að segja eins lengi og það endist en garmurinn er ansi lúinn.

Svo er bara að fara að ákveða hvað á að taka fyrst fyrir í RISA lóðinni minni.  Fyrir mig er það tilhlökkunar efni að hafa þennan garð fyrir mig og mína þörf fyrir að vera með puttana í moldinni.  En ég ætla nú ekki að fara í stórar framkvæmdir þetta sumarið. Sennilega verður mest farið í fótbolta og frisbí með Núbíu tíkinni minni til að trampa niður mosa sem er ansi ríkjandi innan um nokkur grasstrá. Og auðvitað þarf að fjárfesta í sláttuvél með poka til að slá þessa hátt í 700 fermetra.

Eða fá sér belju í garðinn.... Það myndi spara mjólkurkaupin LoL


Ekkert er fegurra en...

Vorkvöld í Reykjavík var einu sinni sungið um.  En mikil ósköp var nú fallegt sólarlagið hérna yfir Krókalónið núna í kvöld.

Já ég er þeirra forréttinda njótandi að hafa sjálfan Snæfellsjökulinn og fjallgarðinn á Snæfellsnesinu í bakgarðinum, eða svo að segja. Purpurarauður í fjarskanum, umvafinn dulúð. Myndin með var tekin fyrr á árinu en sýnir glöggt hvað ég á við. Svona útsýni er mikils virði

Almennt séð finnst mér fátt fegurra en sólarlagið á vorin. Kyrrðin og róin sem færist yfir náttúruna er ólýsanleg.   Vona að ég nái fallegu skoti og set það þá inn ásamt fleiri myndum.

En svona í framhjáhlaupi.   Eyþór Ingi eða Arnar?  Ekki vafi í mínum huga hvor er betri.  En hvor á að fá söngvarastöðuna hjá Bubba.  Það er spurning sem verður gaman að fá að sjá svarið við.


Hrakfallabálkur ?

Hvernig væri nú að fara að nota þetta blogg mitt.

Mér datt í hug hvort að það kæmi ekki til greina að skrifa sig út úr aula skap.... Því að mér virðist einkar auðvelt að ná mér eymsli og áverka þessa dagana Shocking
Ég hef nú alltaf verið nett "brussa" og þeir sem til mín þekkja kippa sér lítið upp við þó að ég sé með harðsperrur á ólíklegustu stöðum í líkamanum.... En það er bara gott og blessað.

Síðustu dagar eru nú samt búnir að toppa margt..... 

Fimmtudagskvöld;  Tíkin mín hún Núbía var að togast á við vin okkar hérna inni í eldhúsinu mínu og auðvitað sat ég og skemmti mér við tilburði beggja við að snúa upp á kaðalinn svo að hitt missti taks...  Ekki vildi samt betur til að þegar snúningarnir urðu tíkinni um of að spottinn hafnaði við hnéið á mér með þvílíkum smell...... Fyrst kom kúla, svo þegar hún hjaðnaði varð eftir þessi fagurblái marblettur á stærð við Senseo kaffi púða Pinch  En það er nú samt allt að grænka og verða brúnna núna og minna tjón á mér en á sálartetri vinarins. 


Svo í gær morgun (sunnudag) vaknaði ég með "yndislegan" hálsríg og gat ekki snúið höfðinu til hægri né vinstri.... ÓK einn enn vöðvabólgu dagurinn hjá mér.  Ekkert frumlegt við það.  En ó nei.... Heldur bætti nú í þegar kaffinu var skolað niður og ristaða brauðið átti að tyggja.   Blessuð bólgan í hálsinum náði upp í kjálka.... arg...   Jæja, ekkert við því að gera, bara  passa upp á að narta bara í brauðið með framtönnunum og gleypa svo.  Var búin að lofa vinkonu minni að vinna fyrir hana í Nefertiti sem ég gerði auðvitað með mikilli ánægju.

Dagurinn í dag var í engu frábrugðinn varðandi kjálkaverkina.... Narta í morgunmat og hádegis samlokuna í bílnum.....  Pantaði mér tíma í nudd hjá einni frábærri og kemst að á fimmtudags morguninn kl 8.  Og ég hlakka ekkert lítið til.  Hún hefur gert kraftaverk á vöðvabólgunni minni fyrr... en ég ekki haldið áfram né hlítt því að vera stillt. Svo að alltaf sigli ég í sama farið aftur og aftur.

En svo í kvöld þurfti ég að skjótast út í Samkaup hérna á Akranesi... Kaupa brauð í skólanestið fyrir drenginn minn....   Ég smeygði mér í vinnuskóna, með smá hæl... voða pæja . Út í KIA og brunaði áður en búðin lokaði... Engin slys á leiðinni né heldur á meðan ég verslaði.... Gott mál. 

Það er eitt lítið þrep niður þegar farið er út úr búðinni, ég vissi alveg af því  enda oft búin að skreppa þarna inn í svona erindum.  En þegar ég ætlaði að fara að ganga virðulega út úr búðinni, hurðin lokaðist á eftir mér náði ég að þvæla fótunum einhvernvegin saman og datt á hendur og hné við hliðina á KIA. Úff Á og vont.... Klöngraðist á lappirnar og YES það var enginn úti að horfa á mig....  Inn í bíl og heim.... Með hrufluð hné og lófa aumt bak en það besta við þetta er að. Fallið var örugglega mjög fagmannlegt. 

Verður fróðlegt að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér.... Fljótandi fæði??

Ég renni að sjálfsögðu í bæinn eins og venjulega til vinnu.  Miðbærinn er svæði morgundagsins.

 


Ótrúlegur

Víðir Freyr þú ert nú bara ótrúlegur... 

Það er ekki langt síðan þú lentir í þessum svakalegu bílslysum og nú þetta.

Láttu þér batna drengur.Smile

Bestu kveðjur til fjölskyldunnar

Baráttukveðjur  Haddý 


mbl.is Heyrði hálsinn brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallaferðir

Sumar af mínum bestu upplifunum eru tengdar fjallaferðum. Bæði að sumri og vetri.

Í morgunsárið í gær var til dæmis stórkostlegt að horfa til fjallanna og láta sig dreyma um að vera á ferðinni á Langjökli og Skjaldbreið  freistaði líka.  EN miðað við hvernig veður er búið að hegða sér í allt haust og vetur þá var draumurinn nóg fyrir mig.  Af fenginni reynslu af veðráttunni hér á landi þá treysti ég óveðurspám og fer ekki fet ef spáð er stormi á næstu dögum.  

Vonandi gengur bara vel að ná þessu fólki niður af Langjökli.   Og ég bara vona að þau læri af reynslunni og taki mið af veðurspám og líka því að hlánun og rok geta farið fyrr yfir en bjartsýnustu spárnar gera ráð fyrir.  

Ég kaupi ekki mikið af flugeldum en ALLTAF kaupi ég þá af björgunarsveitunum, Maður veit aldrei hvort að þurfi að kalla þá út fyrir mann sjálfan einhvern daginn og mér finnst ágætt að setja smá inneign til vara.Whistling

Gleðilegt nýtt ár. 

 


mbl.is Unnið við erfiðar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasnjórinn

Já blessaður jólasnjórinn hefur sínar afleiðingar. 

Ég fór í matarboð til systir minnar í höfuðborginni í gærkvöldi og það var orðið ansi sleypt á bakaleiðinni.  Þó mætti ég snjóplóg með salt í Kollafirðinum en svo um leið og komið var upp úr göngunum Akranes megin tók við yndislegur hvítur vegur.

Í dag fór ég svo í góðan göngutúr í snjónum. Tíkinni minni til mikillar ánægju.

Förum varlega í umferðinn svo að jólin verði öllum gleðileg.

 


mbl.is Harður árekstur á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostleg lög

Sem leyfa ófrískrum konum að kasta af sér vatni hvar sem er.W00t Hefði ekki veitt af þegar ég gekk með krílin mín og var alltaf í leit að almennilegum salernum , ef ég brá mér af bæ, á síðustu vikum meðgöngunnar.. Ekki óhugsandi að lögregluhjálmur hefði verið virkilega freystandi þá.Police
mbl.is Það er bannað að deyja í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég keypti

einn karl, reyndar konu Grin. af ungum björgunarsveitarmönnum sem stóðu vaktina á Akranesi í dag.

Mér finnst Ólafur Ragnar algerlega frábær fyrirmynd  með því að taka þátt í sölunni á þennan hátt. 


mbl.is Forseti Íslands seldi vel af Neyðarkalli björgunarsveita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í miðborginni

bjó ég nú í þrjú ár.  Fór alveg hreint ágætlega um mig sem íbúa, en þegar maður er kominn í frelsið á landsbyggðinni aftur þá er engin löngun til að snúa aftur. 

Það sem mér fannst ógeðslegast var að koma út árla morguns og daunn öl og hlands lá yfir öllu. Nokkrum sinnum benti ég karlmönnum sem stunduðu að míga utan í bílinn minn og ruslatunnurnar við húsið, að í minni sveit væri þetta yðja unda.  

Í dag stunda ég vinnu á höfuðborgarsvæðinu en bý utan þess. Og er þeirri stundu fegnust þegar ég bruna út úr Mosfellsbænum í áttina heim.  Smile


mbl.is Hefðbundin nótt í borginni - hávaði, ölvun og pústrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haddý

33 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband