Færsluflokkur: Bloggar
7.10.2007 | 11:38
Að vera "nýbúi"
Ég er búin að búa á Akranesi núna í rétt rúman mánuð. Kann virkilega vel við það og uni hag mínum mjög vel.
En í gærkvöldi upplifði ég það að fara á ball hérna og þekkja varla sálu Ég og dóttirin skelltum okkur á Okoberfest- uppskeruhátíðina hjá Skagamönnum. Og í alvöru sagt þá voru þarna 3 aðilar sem ég hef nokkurn tíman talað við. Og það var vinnutengt eða tengdist fasteignakaupunum mínum.
Við mæðgur skemmtum okkur konunglega, höfðum gaman af þeim sem stóðu vörð um aldurstakmörkin. En ökuskýrteini dótturinnar var skoðað vel og vandlega, kallaður til annar dyravörður til að úrskurða um hvort að réttur aðili væri á ferð Mér fannst þarna vel að verki staðið og þegar þau voru búin að úrskurða að þetta gæti staðist, þá sagði ég að þetta væri rétt stelpa enda dóttir mín.
En daman mín ákvað að skella sér í Fjölbrautarskólann hérna á Akranesi til að kynnast krökkunum á staðnum, og ég varð enn ákveðnari í að finna vinnu hér á staðnum bæði til að sleppa við aksturinn í bæinn og eins til að vera ekki "alger nýbúi" lengur en þörf er á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2007 | 12:19
Viðbragðsflýtir.
Núna síðasta mánuðinn hef ég tvisvar þurft að sinna "útkalli" dóttur minnar þegar hún hefur lent í árekstrum. Í annað skiptið var það smávægilegt þó svo að stærðarmunurinn á bílunum hafi verið mikill. Það óhapp átti sér stað innan höfuðborgarsvæðisins,þar sem við bjuggum á þeim tíma, og var biðin eftir lögreglunni nokkuð löng. Ég var sem sagt mætt á staðinn um það bil 45 mínútum á undan lögreglunni. Engin slys urðu á fólki né dýrum svo að það gerði ekkert til nema fyrir atvinnubílstjórann sem var hinn þáttakandinn í óhappinu að hann tafðist við vinnu sína.
Svo í nótt hringdi þessi elska hún dóttir mín í mömmu sína og sagði mér að hún hefði lent í slysi í Hvalfjarðargöngunum þegar hún var að koma heim frá Reykjavík.
Ég stökk auðvitað upp úr rúminu og út í bíl og brunaði af stað út í göng. Á leiðinni fékk ég annað símtal um að hún hefði fengið far hjá strákum sem komu á eftir henni og væri komin upp í veggjaldsskýlið og búin að hringja í lögregluna. Af augljósum ástæðum var ég AFTUR á undan lögreglunni enda fékk ég kallið fyrst. Í þetta skiptið virðist sem það hafi sprungið að framan hjá stelpunni og hún endasentist yfir akgreinarnar og eftir gangnavegginum hinu megin, stórskemmdi bílinn sinn. Hún meiddist ekkert og Akranes lögreglan var nokkuð fljót á staðinn og við mæðgurnar fórum niður í göngin í fylgd þeirra til að skoða og hún að gefa skýrslu um málið. Bíllinn var svo dreginn upp á pall á viðeigandi bifreið og fluttur til geymslu "úr umferð".
Mig langar til að þakka þessum strákum sem komu á vettvang fyrir að skutla stelpunni sem var í sjokki yfir slysinu upp úr göngunum og eins lögreglunni hérna á Akranesi fyrir fagleg vinnubrögð og þægilega framkomu við stelpuna.
Núna vonum við bara að þessu "klessu" tímabili fari að ljúka og hún verði aftur tjónlaus ökumaður eins og hún hafði verið fyrsta árið og rúmlega það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2007 | 13:47
Jú er þetta ekki bara...
Bráðsniðug hugmynd hjá alþingismönnunum okkar.
Lækka bara gjöldin sem mest og lofa svo þessum elskum að njóta þess í vinnunni....Kannski þá færu að koma alvöru tillögur um lækkanir sem kæmu öllum vel.
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 10:46
Góðar fréttir
Bóluefni gegn leghálskrabbameini fær samþykki Evrópsku lyfjastofnunarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 17:45
Blessað dómskerfið!!!
Þetta er nú alveg til fyrirmyndar... Matarstuldur = þriggja mánaða fangelsi. En ef þú flytur inn dóp, nauðgar eða stefnir lífi í voða á einhvern annan hátt þá geturðu sloppið með skilorð. Toppurinn á réttlætinu náð? eða hvað.
Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.4.2007 | 22:09
Vesalings konan.
Kona föst í gjótu í brimgarðinum við Ánanaust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 17:58
Gott framtak
Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.3.2007 | 08:48
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Haddý
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar