Hundur í bandi og laus köttur í göngutúr

Þegar ég undirbjó mig og Núbíu út í göngutúr áðan stökk kisa út í glugga og beið spennt eftir að við kæmum okkur út.  Jafnvel þó að ég reyndi að plata dýrið þá kom hún hlaupandi á eftir okkur  þar sem við tíkin örkuðum vestur Vesturgötuna í myrkrinu.

Það virðist vera að henni finnist gaman að elta okkur, hlaupa fram fyrir okkur eða fela sig inni á milli trjáa og stökkva svo fram með stýrið upp í loftið og dilla sér framan við tíkina sem er stillt og góð í tauminum.  Hún er nú samt aðeins utan við sig og þegar við tökum sveig á leið okkar þarf stunum að kalla í kisu því að hún fer stundum í hina áttina.  Eins er það mottó hjá henni að vera EKKI samferða okkur yfir götur. 

Henni er alveg sama þó að það sé rigning og rok, hún kemur með. 

Ég held að það sé skondin sjón að sjá mig með tíkina við hlið mér kallandi á kisu á bæjar röltinu.  

Hún er samt búin að fatta það að ef við förum út að hlaupa, ég og einkaþjálfarinn, þá bíður hún á grindverkinu þar til að við komum til baka.

Svo komst ég líka að því núna í vikunni að nágrannarnir eru farnir að þekkja dýrin mín.  Hef ekki fengið kvartanir ennþá...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta er svo fyndið, mín kisa fer með mér og mínum að labba líka, eltir okkur, og líkt og þú þarf ég stundum að kalla á hana til þess að hún fari rétta leið hahaha.  Fólk eru örugglega farið að þekkja okkur líka tíhí.   Maður hefur ekkert smá gaman af þessu.

bk.

Linda, 18.10.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Linda. 

Já það er rétt þetta er bara skemmtun. Finna Allt til sem gleður þessa dagana.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

239 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband