Helgarverkin

Mikið svakalega átti ég fínan dag í dag.

 Fór reyndar í gær og keypti innimálningu á eldhúsið, en hún má bíða eftir rigningunniShocking

Svo í dag þegar ég sá hvað veðrið var yndislegt þá ákvað ég að fara að halda áfram við að fegra húsið mitt.  Aðaláhugamál frúarinnar í Nýhöfn núna.  Setti stefnuna á að hreinsa lausa málningu af gluggalistunum á svefnherbergjunum okkar mæðgna en á endanum var ákveðið að skipta frekar um lista þó að þessir sem eru á kjallaranum séu ekki ónýtir enn, þá setti fyrri eigandi svo mikið af einhverskonar kítti sem er að morkna við rúðurnar.  Fékk prufur af listum og þéttiköntum  til að reyna við.  Nóg fyrir tvo glugga. Svo var bara byrjað á herlegheitunum.  Náði næstum því að klára gluggann hjá dótturinni, en mesta vinnan var að skrapa upp kíttis leifar af glugganum.  Nýju listarnir eru bara rosa flottir og svo er bara að klára þennan og  næsta glugga á morgun. 

En svo þarf að fara í byggingarvöruverslanir og kaupa meira efni og svo er á fjárlögum að versa eitt stykki borvél Errm En ég bræddi úr snúruvélinni minni á laugardaginn síðasta og get ekki treyst á battarýis garminn lengur.  Kaupi mér bara eina alvöru núna. Sem dugar svona húseiganda með framkvæmdaþörf Whistling
Annars ætla ég að gera þetta svakalega skipulega núna.  Byrja á Vesturhlið hússins, á kjallaranum færi mig svo upp í stiga á miðhæðina, svo enn hærra til að græja gluggann á risinu.  Hrikalega hátt fyrir litla konu.W00t En auðvitað geri ég þetta sjálf svona að mestu leiti.  Fæ ráðleggingar hjá mér fróðari eins og venjulega.

Frétti líka að bíllinn minn er alveg að verða rosa flottur. Þökk sé Bjarna og Lýð.  Þúsund þakkir strákar mínir.  Þá er bara að koma garminum í gegnum skoðun, svo að ekki verði límdur miði á hann aftur.

Stákarnir mínir eru í hristinginum á Selfossi en dóttirin skellti sér í útilegu með vinum sínum á vestfirðina.  Heyrði í henni áðan, mikið gaman hjá þeim og allir kátir.  Bíllinn ógeðslega skítugur eftir aksturinn vestur á Patró. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Passaðu þig bara að detta ekki þegar þú verður farin að vinna í efri hæðunum. Láttu mig svo vita hvort eitthvað þarf að gera í bílnum fyrir skoðun, ég get reynt að redda því.

Helgi Jónsson, 1.6.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Takk fyrir það Helgi minn. Þegar Lýður skilar kagganum þá tékka ég á ljósum og öðru sem sett var út á.

Held að það sé ekkert annað í gangi með það. 

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

236 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband