Jólabakstur

Núna er staðið í stórræðum í Nýhöfn Grin

Aðventan byrjar ekki fyrr en myndakökurnar eru bakaðar.  Heimasætan fékk að búa til deygið í gærkvöldi og eftir vinnu í kvöld var tekið til við að skera út kökur og baka.. Það var spurning hvort að það fór meira hveiti framan á dömuna eða á borðið til að hnoða og fletja út.  En við mæðgurnar kláruðum þetta án þess að brenna nokkra plötu..  Hrikalega flottar  Whistling  Eitt slys varð þó við baksturinn... Kanínu form datt á gólfið og Núbía var ekki lengi að lauma sér inn í eldhús og naga lappirar af kanínunni sem lenti í ruslinu fyrir vikið.

Núna eru þau systkinin að byrja að mála myndakökurnar.  Venjulega eru nokkur kvöld tekin í verkið.

Annað kvöld verður búið að fara í búðina og kaupa meiri bökunarvörur til að baka Múskatkökur og vanilluhringi, já og meira af súkkulaðibitakökum sem búið var að baka og búið að borða líka.  Við sjáum svo bara til hvort að við nennum að baka meira. 

Annars er ég óvenjulega sein á mér við að setja upp allt jóladótið mitt.  Komin ljós í gluggana á hæinni og einn glugga niðri.   Risgluggarnir fá líka ljós... Það er svo flott að sjá alla gluggana með ljósum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þú ert enn í því að baka - ég hef ekki bakað árum saman - en nú held ég að ég baki í ár svei mér þá alla mína dag.  Ég hlakka barasta til

Ingveldur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Púff bakstur og tímaskortur

Ég sé ekki fram á mikinn afrakstur í viðbót.  Vinn líklega til 7 á kvöldin þessa viku svo bara lengjast dagarnir til jóla. Og næstu tveir laugardagar fara í vinnu líka.  

En það er samt komnar kökur í dall.

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 9.12.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

242 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband