Eftir helgar bloggari

Ég sé að ég er með afburðum lélegur bloggari Blush  Eiginlega svona "eftir helgar bloggari".  Og meira að segja svona í seinna lagi núna. 

Allt á sinn tíma.  

En ég átti enn og aftur yndislega helgi. Á Föstudag mætti frumburðurinn í heimsókn, stoppaði bara vel og lengi.  Borðuðum auðvitað Mömmu Pizzu og fékk sá stóri eina óbakaða með sér á Selfoss, sendi svo frábært sms á sunnudag til að segja mömmu að enginn matur tæki pizzunni fram sem hann fékk sér þá.  Það er alltaf jafn frábært að fá svona hrós sem koma frá hjartanu.  Takk Davíð minn, Knús á strákinn minn.

  Á laugardaginn fékk ég líka alveg frábæra heimsókn.  Elsta vinkona mín af öllum kíkti í Nýhöfnina  InLove Það var bara yndislegt að fá þig í heimsókn og spjall Erla mín. Og já við verðum að fara að safna gamla genginu aftur saman.  Það er sko ekki spurning.  Svo tóku við fegrunarverkefni af öllum toga.  Sláttur var að vísu á föstudag, en fúgavörn á lista sem smátt og smátt fegra glugga Nýhafnar, afhreinsun á lausri málningu og fúgavörn hélt áfram sem og persónulegar meðferðir á ættingjum og vinum eru alltaf jafn skemmtilegar.   Lýður Sigga og Úlfar kíktu í kaffi og smá beauty á sunnudag.  En á meðan var hann Hreiðar minn að laga einn gluggann fyrir mig.  Yndislegt að hafa svona hjálpfúsan mann innan handar.

Þrösturinn minn tjaldaði svo úti í garði í gær.  Og gerðu þeir bestu vinirnir tilraun til að sofa í tjaldinu í nótt en gáfust upp og Gabríel fór heim, en tilraun tvö í kvöld,og þá  Núbía ekki að fá að vera inni í tjaldi, enda frekar plássfrek prinsessan. 

Ég sjálf hef verið heima í aumingjagangi mánudag og þriðjudag, en mæti gallvösk til vinnu á morgun, höfuðverkur og beinverkir geta ekki haldið manni í festum mikið lengur, ekki þegar viku sumarfrí er framundan.  

Dekurferð um landið með heimsins bestu vinkonu og strákunum okkar.  Bara til að njóta lífsins og náttúrunnar á okkar hátt.  Það toppar það fátt í mínum huga.  Steinar og myndavél.  bara tilhlökkunarefni.

Annars er kvöldsólin búin að bjóða upp á sjónarspil á nánast hverju kvöldi í vor og sumar.  Skelli inn einni sem ég tók í fyrrakvöld til að fegra þessa færslu. Sólarlag 8 júní 08  betri


Helgarverkin

Mikið svakalega átti ég fínan dag í dag.

 Fór reyndar í gær og keypti innimálningu á eldhúsið, en hún má bíða eftir rigningunniShocking

Svo í dag þegar ég sá hvað veðrið var yndislegt þá ákvað ég að fara að halda áfram við að fegra húsið mitt.  Aðaláhugamál frúarinnar í Nýhöfn núna.  Setti stefnuna á að hreinsa lausa málningu af gluggalistunum á svefnherbergjunum okkar mæðgna en á endanum var ákveðið að skipta frekar um lista þó að þessir sem eru á kjallaranum séu ekki ónýtir enn, þá setti fyrri eigandi svo mikið af einhverskonar kítti sem er að morkna við rúðurnar.  Fékk prufur af listum og þéttiköntum  til að reyna við.  Nóg fyrir tvo glugga. Svo var bara byrjað á herlegheitunum.  Náði næstum því að klára gluggann hjá dótturinni, en mesta vinnan var að skrapa upp kíttis leifar af glugganum.  Nýju listarnir eru bara rosa flottir og svo er bara að klára þennan og  næsta glugga á morgun. 

En svo þarf að fara í byggingarvöruverslanir og kaupa meira efni og svo er á fjárlögum að versa eitt stykki borvél Errm En ég bræddi úr snúruvélinni minni á laugardaginn síðasta og get ekki treyst á battarýis garminn lengur.  Kaupi mér bara eina alvöru núna. Sem dugar svona húseiganda með framkvæmdaþörf Whistling
Annars ætla ég að gera þetta svakalega skipulega núna.  Byrja á Vesturhlið hússins, á kjallaranum færi mig svo upp í stiga á miðhæðina, svo enn hærra til að græja gluggann á risinu.  Hrikalega hátt fyrir litla konu.W00t En auðvitað geri ég þetta sjálf svona að mestu leiti.  Fæ ráðleggingar hjá mér fróðari eins og venjulega.

Frétti líka að bíllinn minn er alveg að verða rosa flottur. Þökk sé Bjarna og Lýð.  Þúsund þakkir strákar mínir.  Þá er bara að koma garminum í gegnum skoðun, svo að ekki verði límdur miði á hann aftur.

Stákarnir mínir eru í hristinginum á Selfossi en dóttirin skellti sér í útilegu með vinum sínum á vestfirðina.  Heyrði í henni áðan, mikið gaman hjá þeim og allir kátir.  Bíllinn ógeðslega skítugur eftir aksturinn vestur á Patró. 

 


Mikið er ég fegin að hafa flutt frá Selfossi

Já mikil lifandi ósköp er ég fegin að hafa flutt frá Selfossi núna. Það verð ég að segja alveg eins og er.

Bræður mínir tveir og fjölskyldur þeirra búa á Selfossi og ég er búin að heyra í þeim báðum og skemmdir töluverðar hjá þeim.  Elsti sonurinn minn minn býr þar líka en honum líður vel og vill ekkert vera að koma heim til mömmu því að þetta sé ekkert mál.

Ég var stödd í Kópavogi uppi á annarri hæð inni á hársnyrtistofu þegar ósköpin dundu yfir, mér fannst það bara alveg hellingur.  Speglar hristust og nötruðu og á snyrtistofu í sama húsnæði heyrðist brothljóð.  Ljósakrónur sveifluðust og fólk sem þarna var inni var virkilega brugðið.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom út í bíl var að hringja í Davíð á Selfossi, hann gerði lítið úr þessu og sagði að ein flaska og mynd/stytta hefði brotnað. Annað ekki.  Svo heyrði ég í honum seinna í kvöld og þá fékk ég að heyra að þetta væri svolítið meira úti í bæ heldur en í húsinu hjá þeim feðgum sem er í nýju hverfi á Selfossi.

Hér á Akranesi var Þröstur yngri sonur minn að skella örbylgjupoppi í örbylgjuofn heima hjá vinum okkar. Og um leið og hann setti í gang hristist allt og skalf.... Vá lætin í ofninum maður Wink

Svo var  horft á fréttir og við bæði erum sammála um að vera sátt og sæl á Skaganum.

Annars er pabbahelgi framundan hjá mínum manni svo að hann sér vegsummerkin á Selfossi, og kannski ég skelli mér bara austur með hann.  Ef þörf er á aðstoð við að laga til hjá vinum og vandamönnum.  Þá er ég til. 


Líf eftir Júróvísíon

Jæja þá er Júróvísíon búið og 14 sætið bara ósköp ljúft.

Mér finnst nú alltaf jafn fyndið að hlusta á Íslenska þulinn með athugasemdir um fyrirsjáanlega stigagjöf.  Það er staðreynd að ALLAR þjóðir standa í hrossakaupum í þessari keppni.  En Regína Ósk og Friðrik Ómar stóðu sig með prýði eins og við var að búast. Til hamingju með það.

Í blíðunni í dag þá var yndislegt að geta bara verið úti.  Ég fékk lánaða sláttuvél og við sonurinn tókum okkur til og slógum garðinn og hirtum í 4 ruslapoka, hey, sinu og túnfífla sem nóg er af í lóðinni minni.    Verkefnin eru fjölmörg sem í boði eru í sambandi við svona hús og lóð.   Enda ætla ég að njóta þess að dunda mér við verkefnin. 


Háþrýstiþvottur

Ég brá mér í búð í gær og keypti þarfaþing húseigandans.  Háþrýstidælu.  Rauða rosa flotta InLove

Svo í eftirmiðdaginn í dag var græjan prufukeyrð á girðingunni hér fyrir framan Nýhöfn.  Gömul steingirðing sem farin var að flagna all verulega.  Margar svona eins steingirðingar hérna á Vesturgötunni.  Græjan virkaði auðvitað eins og hún á að gera svo að frúin hélt náttúrulega áfram og fór að fletta málningu af húsgrunninum.  Húsið er farið að vera ansi skellótt eftir hamaganginn og nú er bara að fara að skoða litasjpjöldin og ákveða hvaða litur hæfir svona fallegu gömlu húsi.  Bárujárnið er líka farið að láta á sjá svo að þar má líka taka til hendinni eftir saltbruna, skrapa upp það ryð sem er komið og menja í sárin í það minnsta þetta sumarið.  Annars er þetta bara eðlilegt viðhald fyrir hús sem byggt var 1924.  Og12.05.2006 013 auðvitað má ekki gleyma að þetta hús fékk viðurkenningu frá Akranesbæ fyrir gott viðhald og uppbyggingu. 

Mér leiðist heldur ekki svona dund.  En ætla að gefa mér tíma til að skoða litaspjöldin vel og taka ákvörðun um litasamspil.  Vanda valið. Ekki gert á hverju ári að mála húsið að utan.

Skellti inn einni mynd af slotinu séð frá garðinum. 

Sonurinn vill mála það rautt, ég er nokkuð sammála honum hafa grunninn í ljósgráum lit og hvíta glugga og hurðir....   Allar tillögur vel þegnar... Bara ekki gult með grænu.... Dóttirin bannar það Sideways


Ofsaakstur á þjóðvegum.

Það er ótrúlegt hvað þessi Laugavatns vegur er oft misnotaður.  Að keyra bíl á 170 km hraða þarna er brjálæði.  Vegurinn er nánast einbreiður, mishæðóttur og hlykkjóttur. 

Oft hef ég líka heyrt þá sögu hafða eftir Ólafi Ketilssyni að honum fannst jú gott að fá malbikið. En hvenar verður leiðin til baka gerð?  er sagt að hann hafi haft á orði.

En þetta er ekkert ný bóla að þarna sé ekið allt of hratt.  Fórnarlömb slysa á þessum vegi sem og öðrum eru allt of mörg. 

Hemjum okkur á bensíngjöfinni. 


mbl.is Tekinn á 170 km. hraða á Laugarvatnsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta sér detta þetta í hug!!

Ég bjó nú á Njálsgötunni í 3 ár. Á efri hæð í tvíbýli.  Og fyrir utan stofugluggann minn og rétt fyrir utan svalirnar var stórt og mikið Reynitré.  Þetta skyldi þó ekki vera sama tré og sömu svalir.  En meðan ég bjó þarna voru það bara kisurnar sem príluðu í tréinu í eltingaleik við fuglana.Whistling
mbl.is Telur sig vita hverjir stóðu á bak við árásirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rok

Það er nú búið að blogga heilmikið um veðrið á Kjalarnesi síðustu tvo daga. Svo að ég bæti bara við einu.

Eins og þeir sem til mín þekkja vita þá er ég ein af bílstjórunum sem ferðast þarna um tvisvar á dag.  Í gærmorgun þegar ég keyrði fram hjá vindmælinum hérna á Akranesi stóð að vindkviður væru í 36 metrum á Kjalarnesi. 

Auðvitað renndi ég nú samt í vinnuna á litla græna Dihatsu.  Kjalarnesið var nú bara allt í lagi en þegar komið var niður í brekkuna ofan í Kollafjörðinn þá fyrst tók í bílinn.  Ég var hræddust um að druslan myndi springa í loft upp í hamaganginum sogið og krafturinn í Kára var þvílíkur.... 

Það kom mér heldur ekkert á óvart að sjá leifarnar af hjólhýsinu þegar ég keyrði svo heim í 31 meter skv. skiltinu í Mosó.  Í ljósi þess að litli minn skókst og hristist um morguninn, þá höfðu kviðurnar aukist upp fyrir 40 metrana þarna um miðjan daginn.  Þar stóð líka húsbíll sem hafði hreinlega verið snúið með nefið upp í vindinn úti í vegkanti og móa.  En ekkert virtist ama að þar.

Ég verð að viðurkenna að þegar ég renndi svo í bæinn í morgun og skiltið sýndi BARA 25 metra að mér var stórlega létt. Ekki síst vegna þess að Dihatsu er í viðgerð hjá eigandanum á höfuðborgarsvæðinu og ég tók strædó heim.   Strædó hristist nú dulítið á leiðinni og á Kjalarnesi var ekki hægt að opna afturdyr vagnsins vegna veðurs, bara allir út að framan í kvöld.

Við skulum bara vona að vorhretið fari að hætta svo að allir komist nú ferða sinna hvert á land sem er.

 


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn W00t
Grasið farið að grænka í garðinum og fuglum fjölgar á Krókalóninu. 

Sonur minn er skáti og tilheyrir aldursflokki Fálkaskáta.  Eins og hæfir á sumardaginn fyrsta var farið í skrúðgöngu frá Skátaheimilinu hérna á Akranesi til kirkju. Hann fór af stað að heiman á undan mér í morgun og ég og tíkin fylgdum á eftir.  Eftir smá göngu fór ég að heyra kunnuglegt bjölluhljóð fyrir aftan mig svo að ég leit við og þá heyrðist lítið mjálm Blush.. Var þá ekki litla Sjarna hlaupandi á eftir okkur eins og lítill hvolpur sem vildi koma með. Ég náði nú kisu litlu eftir smá eltingaleik en alltaf fylgdi hún á eftir okkur og fór með hana heim aftur.  Gengur frekar illa að halda á kettlingi, vera með hund í bandi og myndavél til að taka myndir af Skátanum mínum. 

Skátamessan var virkilega falleg eins og við var að búast.  Hátíðleg og skemmtileg í senn.

Núna er stefnan tekin á fjöruferð á Snæfellsnesið.  Við vinkonurnar ætlum að fara með synina og skoða steina í Dritvík.  Gæludýrin fá að vera heima svo að við fáum notið okkar með nefið niðri í fjörunni. 


Vorverkin

Vorverkin á mínum bæ eru svo sannarlega hafin.

12 ára sonurinn og ég tókum okkur til og byrjuðum á þeim í gær.  Fyrsta vorverkið þetta árið var að taka hjólin undan línuskautunum og hreinsa upp legur og smyrja í.  Dekkin voru svo sett eitt og eitt undir aftur þangað til aðeins eitt var eftir, þá vantaði boltann sem í gegnum herlegheitin átti að ganga til að festa það undir skautann.  Kettlingurinn á bænum var strax dæmdur sekur um að hafa rænt þessu fína leikfangi.  Við leituðum lengi og vel en ekki fannst gripurinn.  Í dag fór ég svo í þær hjólabúðir í höfuðborginni, sem á vegi mínum urðu, þar sem línuskautar fást líka en hvergi var til rétt stærð.  Sonur minn fékk því það verkefni þegar hann kom heim úr skólanum að lýsa með vasaljósi undir þvottavélina í kjallaranum og viti menn að þar leyndist leikfang kisu.  En þá var mamman með  eitt stykki af þessum umtöluðu boltum í vasanum í borginni svo að það þurfti að bíða til kl 18/30 með að klára loksins línuskauta viðgerðir.  Við mikla kátínu var síðasta dekkið sett undir skautann og farið út að reyna hvort að þeir rúlluðu ekki betur en áður.  Sem auðvitað reyndist vera.

Annað vorverkið var svo að skipta um slöngur í hjóli stráksins.  Hann setti nefnilega svaka flottar ál hettur á ventlana síðasta sumar sem hreinlega gréru fastar við og eina leiðin var að slíta þær af til að geta pumpað í dekkin. Var mikið búið að reyna á snjólausum dögum vetrarins að losa en ekkert gekk.  Mamman tók þá bara vel á og  sneri í sundur seinni slönguna en sú fyrri gaf sig fyrir nokkru síðan.  Notaði tækifærið og keypti slöngur í leiðangrinum um hjólabúðir höfuðborgarinnar í dag.  Þetta verkefni tók enga stund og svo voru bremsur stilltar og keðja smurð svo að hjólið er að verða tilbúið fyrir sumarið, það er að segja eins lengi og það endist en garmurinn er ansi lúinn.

Svo er bara að fara að ákveða hvað á að taka fyrst fyrir í RISA lóðinni minni.  Fyrir mig er það tilhlökkunar efni að hafa þennan garð fyrir mig og mína þörf fyrir að vera með puttana í moldinni.  En ég ætla nú ekki að fara í stórar framkvæmdir þetta sumarið. Sennilega verður mest farið í fótbolta og frisbí með Núbíu tíkinni minni til að trampa niður mosa sem er ansi ríkjandi innan um nokkur grasstrá. Og auðvitað þarf að fjárfesta í sláttuvél með poka til að slá þessa hátt í 700 fermetra.

Eða fá sér belju í garðinn.... Það myndi spara mjólkurkaupin LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband