Hrakfallabálkur ?

Hvernig væri nú að fara að nota þetta blogg mitt.

Mér datt í hug hvort að það kæmi ekki til greina að skrifa sig út úr aula skap.... Því að mér virðist einkar auðvelt að ná mér eymsli og áverka þessa dagana Shocking
Ég hef nú alltaf verið nett "brussa" og þeir sem til mín þekkja kippa sér lítið upp við þó að ég sé með harðsperrur á ólíklegustu stöðum í líkamanum.... En það er bara gott og blessað.

Síðustu dagar eru nú samt búnir að toppa margt..... 

Fimmtudagskvöld;  Tíkin mín hún Núbía var að togast á við vin okkar hérna inni í eldhúsinu mínu og auðvitað sat ég og skemmti mér við tilburði beggja við að snúa upp á kaðalinn svo að hitt missti taks...  Ekki vildi samt betur til að þegar snúningarnir urðu tíkinni um of að spottinn hafnaði við hnéið á mér með þvílíkum smell...... Fyrst kom kúla, svo þegar hún hjaðnaði varð eftir þessi fagurblái marblettur á stærð við Senseo kaffi púða Pinch  En það er nú samt allt að grænka og verða brúnna núna og minna tjón á mér en á sálartetri vinarins. 


Svo í gær morgun (sunnudag) vaknaði ég með "yndislegan" hálsríg og gat ekki snúið höfðinu til hægri né vinstri.... ÓK einn enn vöðvabólgu dagurinn hjá mér.  Ekkert frumlegt við það.  En ó nei.... Heldur bætti nú í þegar kaffinu var skolað niður og ristaða brauðið átti að tyggja.   Blessuð bólgan í hálsinum náði upp í kjálka.... arg...   Jæja, ekkert við því að gera, bara  passa upp á að narta bara í brauðið með framtönnunum og gleypa svo.  Var búin að lofa vinkonu minni að vinna fyrir hana í Nefertiti sem ég gerði auðvitað með mikilli ánægju.

Dagurinn í dag var í engu frábrugðinn varðandi kjálkaverkina.... Narta í morgunmat og hádegis samlokuna í bílnum.....  Pantaði mér tíma í nudd hjá einni frábærri og kemst að á fimmtudags morguninn kl 8.  Og ég hlakka ekkert lítið til.  Hún hefur gert kraftaverk á vöðvabólgunni minni fyrr... en ég ekki haldið áfram né hlítt því að vera stillt. Svo að alltaf sigli ég í sama farið aftur og aftur.

En svo í kvöld þurfti ég að skjótast út í Samkaup hérna á Akranesi... Kaupa brauð í skólanestið fyrir drenginn minn....   Ég smeygði mér í vinnuskóna, með smá hæl... voða pæja . Út í KIA og brunaði áður en búðin lokaði... Engin slys á leiðinni né heldur á meðan ég verslaði.... Gott mál. 

Það er eitt lítið þrep niður þegar farið er út úr búðinni, ég vissi alveg af því  enda oft búin að skreppa þarna inn í svona erindum.  En þegar ég ætlaði að fara að ganga virðulega út úr búðinni, hurðin lokaðist á eftir mér náði ég að þvæla fótunum einhvernvegin saman og datt á hendur og hné við hliðina á KIA. Úff Á og vont.... Klöngraðist á lappirnar og YES það var enginn úti að horfa á mig....  Inn í bíl og heim.... Með hrufluð hné og lófa aumt bak en það besta við þetta er að. Fallið var örugglega mjög fagmannlegt. 

Verður fróðlegt að sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér.... Fljótandi fæði??

Ég renni að sjálfsögðu í bæinn eins og venjulega til vinnu.  Miðbærinn er svæði morgundagsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jónsson

Þú hefur alltaf verið snillingur í að detta varlega en detta samt.

Helgi Jónsson, 11.4.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Ef þú kannast ekki við það Helgi minn þá held ég að fáir geri það

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 11.4.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband