Sunnudagskvöld


Jæja enn ein helgin liðin.  Þetta var "pabbahelgi" og svipað og venjulega fór helgin í vinnu við Nýhöfnina.  

Á Föstudagskvöldið var ekki hægt annað en að  fara út að hlaupa.  Veðrið var bara frábært.  Og þegar komið var að Langasandi einfaldlega þurfti ég að taka stóra hringinn, sem enn hefur ekki fengið neina vegalengd skráða.  50 mín vorum við "einkaþjálfarinn" minn að skokka þetta og einu skiptin sem hægt var á eða stoppað var þegar tíkin þurfti að létta á sér.   Þetta er bara yndislegur hringur hérna nánast í kringum bæinn.  

Eftir hlaup var farið í að mála aðra umferðina á kjallaragluggana. Sú málning sem fyrir var á gluggunum var einkennileg.  Hleypti greinilega öllum raka undir sig en engu út.  Þannig að hún hreinlega flagnaði af í stórum flyksum.  Vona að tveggja daga þurrkun, grunnfúgavörn og  svo þekjandi Kjörvari dugi. 

Sló blettinn á Laugardag og fór svo í að hreinsa lausa málningu af krossviðs klæðningunni sem er á hluta af kjallaranum á viðbyggingunni.  Púff það er ljóta púlið... Verður kvöldvinnan næstu kvöldin.  En þarf að gera svo að hægt sé að verja það fyrir veðri og vindum.   Svo í morgun þá í rjómablíðunni fór ég að mála eldhúsgluggalistana. Þegar ég var svo búin að skipta um glerlista á öðrum stofuglugganum og mála hann líka og reyndar bara mála hinn stofugluggann vegna skorts á glerlistum... Ákvað að mála þann síðasta til að fá fallegri heildarmynd á húsið og það birti fallega yfir húsinu við það.  Ég er alltaf að verða ánægðari með þennan álmgræna lit með þeim gluggahvíta.  

Kaupi svo meiri Kjörvara, glerlista, skrúfur og glerjunarlista í vikunni.  Annars er ég bara að verða hinn mesti smiður Whistling  Var ekki lengi að sníða þessa lista svo að þeir smellpössuðu með skáa og alles!!  Panta svo tvær rúður á morgun.  Fékk vilyrði frá Trausta um að hjálpa mér við að skipta um þær þegar glerið kemur.  Það hafa verið undarleg vinnubrögð á glerjun hérna, því að önnur rúðan sem ég ætla að skipta um er með móðu á milli enda svo spennt í gluggann að það er engin leið að hnika henni til, plastið sem rúðurnar standa oftast á eru grafnar niður í botnstykkið á glugganum ( verið sniðið niður í með sporjárni) svo að tilgangurinn með plastinu er enginn.   Svo eru í það minnsta tvær aðrar litlar sem eru stífar í. Annarri reddaði ég með því að klippa til plastkort og troða undir hana (tímabundin redding) en hinni ætla ég að skipta út.  Það eru ennþá tveir gluggar í gráa litnum... Uppi í risi.  Frúin hefur ekki enn fengið kjark til að fara svo hátt vopnuð sköfum sandpappír og þessháttar til að undirbúa málningu.  

Þarf að taka mér sumarfrí í vinnunni. Helgarnar eru svo fljótar að líða.

Svo er bara eftir að háþrýsti þvo betur svo að hægt verði að fara í smá sprungu og múrviðgerðir og mála svo. 

Að reyna að redda járninu er svo eitthvað sem ég þarf að glíma við líka. 

Þrösturinn minn kom svo með strætó rétt um klukkan 7 og við dóluðum okkur niður í Krókalón þar sem hann fór að vaða íklæddur blautbúningi.  Gaman að sjá hvað krakkarnir hérna eru mörg hver að leika sér í sjónum á Langasandi og þessir búningar eru hrein og tær snilld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús góður!  Ég verð nú bara þreytt á að lesa þetta allt sem þú gerir!  Guð minn góður!  Gluggalistar hvað!  Juuuuu minn eini.  Þvílíkur þróttur og þrek ég segi nú ekki annað.  I rest my case og held ég hundskist til að gera eitthvað myself!

Ingveldur (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 01:24

2 identicon

Sammála Ingveldi - getur þú allt?  og það á einni helgi???  Ekkert smá dugleg!!!!!!

Erla (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 15:00

3 Smámynd: Helgi Jónsson

Það verður seint ofsögum sagt af dugnaðinum í þér stelpa. Passaðu þig bara að slasa þig ekki í öllum látunum.

Helgi Jónsson, 29.7.2008 kl. 12:35

4 Smámynd: Hallfríður Jóna Jónsdóttir

Æ takk elskurnar mínar.

Nei Erla mín ég get nú ekki allt, geri bara margt svona til að læra af því. 

 Mér leiðist heldur ekki á meðan

Annars er ég komin í stutt sumarfrí núna, svipað og í júní. Búin að fá lánaðan tjaldvagn og stefni á að fara í útilegu með stubbinn minn um verslunarmannahelgina. 

Hallfríður Jóna Jónsdóttir, 29.7.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband