Litli hringur mældur.

Ég er nú ekkert smá tæknivædd.  Er búin að eiga í rúmlega 3 ár Garmin e-trex  Legend tæki sem ég hef notað helling þegar ég rölti á fjöll.  En aldrei hefur mér dottið í hug að nota tækið til að mæla vegalengdir.  En núna er ég búin að uppgötva hvernig á að núllstylla "Odometer" á tækinu til að mæla og vita hversu langar vegalengdir ég er að fara hvert sinn.  Svo að núna í kvöld strax eftir að ég var komin heim úr vinnu skellti ég mér í hlaupagallann og skóna, tók tíkina og GPS og skokkaði af stað.  Sem sagt við fórum frá Nýhöfninni og litla hringinn aftur að upphafspunkti við húsið er réttir 3 km og 660 metrar.   Heldur lengra en ég áætlaði en innan allra skekkjumarka.   Alltaf meira gaman að sjá að ég er duglegri en ég hélt að ég væriGrin 

Af endurbótum á Nýhöfninni er að að segja að þetta mjakast.  Ég er svona að skipta um gluggalista hér og þar en mála annarsstaðar.  Já Álmgrænn á kjallaraveggi og ramma utan um glugga. Gluggahvítur  á glerlista, glugga og útihurðir varð útkoman.  En eftir er að finna réttan lit til að bletta í bárujárnið sem er í hvítum tón, en þetta á að heita viðhaldsfrí klæðning.  Salt og veður vinnur nú samt á þessu. Gluggavinnuna núna um helgina tafði blessuð rigningin, en eftir að ég byrjaði á að hreinsa upp kítti úr eldhúsglugganum og losa um skrúfur í gömlu listunum jókst lekinn sem hefur hrjáð þennan glugga síðan í haust til muna en sú rúða sem ég er búin að skipta um lista á heldur Wink  Hvað annað!!  Eftir vinnu á morgun verður önnur rúða tekin fyrir, og svo frv..... Frúin í Nýhöfn tekur þetta á sínum hraða.  Vonast bara eftir þurru kvöldi til verksins.  Annars fær háþrýstidælan bara áframhaldandi vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nú meiri dugnaðarforkurinn.  Gaman að líta inn til þín og sjá fallega húsið þitt!  Þú ert nú barasta kjarnorkukvendi

Ingveldur (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband