Vel heppnuð verslunarmannahelgarútilega!!!

Jæja þá erum við Þröstur komin heim eftir yndislega veru í Þjórsárdal með Friðgeir og Árný sem lánuðu okkur tjaldvagninn sinn um helgina.  Skelltum okkur af stað á föstudagsmorguninn, fyrst í bæinn og svo austur fyrir fjall og náðum í vagninn.  Þegar við Þröstur komum svo í dalinn var fátt á staðnum og við fundum þessa líka fínu flöt fyrir bæði tjaldvagninn og fellihýsið hjá Friðgeir.  Við vorum mest hissa á hvað var fátt alla helgina í Þjórsárdalnum.  Veðrið var yndislegt, rigndi reyndar á laugadagskvöldið og fram á mánudagsnóttina. En við náðum þurru saman.  

Á Laugardaginn fórum við á Flúðir, á Traktoratorfæruna.  Hrein og klár skemmtun að horfa á gamla Zetora, Massa Ferguson og fleiri gamla jaska drullumalla sig hreinlega á bólakaf. Kíktum svo á Helga og Grétu í sumarbústað rétt hjá Flúðum.

Í rigningarúðanum á Sunnudaginn fórum við svo í bíltúr, út úr rigningunni og upp í Landmannalaugar, Landmannahelli og Ljótapoll.  

Annars var þetta hin notalegasta leti helgi, fórum í sund í Reykjalaug. Grilluðum og höfðum það gott.   Tjaldvagninn fékk að fljóta með á Skagann og spurningin er hvort að við Þröstur skellum okkur ekki bara í áframhaldandi útilegu í Borgarfjörðinn í vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 342

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband