Sumarfrķ

Enn og aftur komiš sunnudagskvöld.  Mikil ósköp flżgur žessi tķmi įfram.

Ég og Žrösturinn minn fórum ķ įframhaldandi śtilegu eftir Verslunarmannahelgina og skelltum okkur  eftir sólahrings stopp hér heima ķ śtilegu ķ Stykkishólm.   Viš flżttum okkur nįttśrulega svo mikiš aš pakka aš viš gleymdum nokkrum misnaušsynlegum hlutum, en föttušum samt um žaš leiti sem viš komum ķ Borgarnes aš stólar og borš vęru brįšnaušsynleg ķ śtilegu.  Eftir aš hafa žrętt allar verslanir sem hugsanlega gętu selt žesshįttar hringdum viš ķ Unni sem keyrši į móti okkur meš boršiš af sólpallinum og tvo klapp stóla.  Allt annaš sem gat hafa gleymst vęri hęgt aš redda.  Var svo sem ekki alvarlegra en vatnsbrśsi ( kostar 350 kall ķ Bónus) og svo vaskafat fyrir uppžvott.  En žaš er heitt vatn og vaskar į tjaldsvęšinu svo aš žaš kom ekki aš sök. 

Į fimmtudagsmorguninn skelltum viš okkur svo ķ Sušureyja siglingu meš "Seatours" eša Sęferšum. Eins og alvöru tśristar. En ķ bįtnum var stór hópur af skįtum frį Danmörku sem žó voru ekki landsmótsgestir.  En žessi hópur var į vegum kristilegs skįta félags, sagši ķslenski leišsögumašurinn žeirra mér.  Siglingarnar hjį žeim žarna ķ Hólminum eru frįbęrlega skipulagšar.  Fyrst voru žaš Lundar, svo Haförninn įsamt ungum, Toppskarfur, Rita, Mįfur og fl.  Sķšast en ekki sķst er žaš alltaf jafn frįbęrt žegar žeir félagarnir skella śt veišafęrum og nį ķ skelfisk, krabba, krossfiska og ķgulker og lofa žeim sem vilja aš smakka og skoša.

Eftir hįdegiš fórum viš svo śt į Bjarnarhöfn og skošušum safniš žar.  Kyrršin og frišurinn į žeim staš var stórbrotinn. Mig langaši bara aš vera žar. 

En til baka fórum viš, stoppušum og tķndum ber į leišinni, gengum svo į Helgafelliš og Žrösturinn var stoltur af žvķ aš vera į undan žeirri gömlu  Grin. Og ekki er sś gamla minna stolt af syninum žó aš Helgafelliš sé ekki hęsta fjall sem mašur finnur žį er sį stutti bara aš storka sjįlfum sér.  Kvöldiš var svo bara slökun ķ sundi.

Föstudagsmorguninn fór svo ķ aš taka saman og um eitt var haldiš heim į leiš.  Fórum beinu leišina um Vatnaleiš.  Įkvįšum žegar viš ókum fram hjį Eldborg aš ganga aš henni ķ haust.  Fórum frekar ķ Sund ķ Borgarnesi.  Žar rįkumst viš aušvitaš į žrjįr fręnkur okkar.  Sem voru aš koma śr ferš yfir Kjöl mešal annars.  

Žegar heim var komiš hentist Žrösturinn ķ aš skipta um ķ töskunni sinni og svo var haldiš austur fyrir fjall til Davķšs stóra bróšur sem vildi endilega aš litli bróšir kęmi til sķn um helgina ķ vķdeó og bķó helgi.  Žeir bręšur komu svo ķ kvöld įnęgšir meš helgina.Tjaldvagninum var skilaš ķ leišinni. 

Til stóš aš hjóla hringinn ķ kringum Žingvallavatn meš Siggu, Bjarna og Jóni en ég įkvaš aš vera frekar heima og nżta daginn ķ aš hįžrżsti žvo mįlninguna af kjallaranum, öxlin mķn er lķka leišinleg žessa dagana svo aš ég hjóla bara nęst.  Hljóp bara meš einkažjįlfaranum styttri hringinn ķ stašinn.  Mįlningin fauk af aš mestu leiti en ég žarf aš fį kröftugri gręju til aš nį rest.  Svo bara eru žaš steypu višgeršir og mįla. 

Ķ dag (sunnudag) fór ég svo upp į žak į viš byggingunni og komst aš žvķ aš ég er eiginlega bara lofthrędd Gasp  Allavega tók žaš mig langan tķma aš koma bįšum fótum fyrir ķ stiganum til aš komast nišur aftur.  Fór śt aš hlaupa til aš nį af mér skjįlftanum ķ löppunum og žaš dugši ekki annaš en aš fara lengri hringinn ķ žetta skiptiš enda vešriš bara frįbęrt til aš hlaupa ķ dag. 

En žessa tvo sķšustu daga ķ žessari sumarfrķ lotu ętla ég aš nota vel og reyna aš mįla žaš af timbri sem eftir er, leigja mér 170 bör hįžrżstidęlu ķ Hśsasmišjunni, (mķn er 110) og klįra mįlningar restar af kjallaranum.  Vinnan kallar svo į mišvikudag.

Davķš minn er svo aš gista hjį okkur ķ fyrsta sinn hérna, en dżrin eru honum frekar erfiš ofnęmislega séš. En žaš er hęgt aš loka og lęsa stofunni og žangaš inn kemur hundurinn ekki, og kisu er hent alltaf śt um leiš og hśn sést žar.  Skśraš og žurrkaš af vel og vandlega ķ dag svo aš sem minnst af dżrahįrum vęru ķ loftinu žar.

Žrösturinn minn gerši žetta myndband um daginn.  Set žaš inn til gamans. 

 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Haddý

221 dagur til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Fęrsluflokkar

Maķ 2024
S M Ž M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nżjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frį upphafi: 341

Annaš

  • Innlit ķ dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir ķ dag: 1
  • IP-tölur ķ dag: 1

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband