Árans kötturinn

Árans kötturinn tautaði dóttirin áðan þegar hún kom svefn drukkin út úr herberginu sínu um kl 11 að kvöldi.  Nú? spurði ég, ætlaðir þú ekki að sofa til morguns dúllan mín?  Jú það ætlaði hún sér að gera en kattarskömmin henti niður hamstrabúrinuAngry.  Tautandi sótti hún ryksuguna og hreinsaði upp sag og annað sem tilheyrir þessum litlu skepnum.  Aumingja Pétur lá í hnipri inni í húsinu sínu sem er partur af búrinu, og bara skalf.   Slapp ómeiddur frá Kisunni Stjörnu í þetta skiptið.   Annars heldur Stjarna að hún sé hvolpur og eltir mig og Núbíu tíkina þegar við förum út að hlaupa.   Gefst upp fljótlega og snýr við heim með sperrt stýri og skilur ekkert í þessum gassagangi í fóstru sinni og þessum tvífætta eiganda.

Af Tour de Hvalfjörður er það að segja að ferðin tók rétt um 4 klst. Að hjóla 60 km.  Með stoppum.  Ég get ekki sagt að þetta hafi verið áreynslu lítil ferð.... Alls ekki. En mér tókst þetta og er bara hrikalega stolt af því.

Sér í lagi þar sem undirbúningurinn var nánast enginn.  Fór þrisvar út að hlaupa með tíkina sirka 3 km í hvert skipti. (á eftir að mæla hringinn)   Og það eina sem ég reyndi hjól sonarins var að hjóla niður á bensínstöð til að bæta lofti í dekkin.

En núna er frúin komin á bragðið með að hreyfa sig aftur og í kvöld skokkuðum við vinkonurnar tvífætta og fjórfætta  í heilar 55 mínútur á fínu tempói.   Langa hringinn sem við köllum en er ómældur enn.

Þarf að hafa gps með næst og mæla vegalengdina.

 

Ekkert varð hins vegar úr því að fara á Lopapeysu ballið.  Ekki til orka í það.  Nóttin áður gaf sirka 2-3 tíma í svefn, vegna galsa og gríns ungs fólks sem tjaldaði í næsta garði og líka 2 vinir dótturinnar sem tjölduðu í okkar garði.

Laugardagsnóttin var mun rólegri hjá unga fókinu, nema að ég hafi bara sofið fast 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Haddý

236 dagar til jóla

Höfundur

Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hallfríður Jóna Jónsdóttir
Hársnyrtir og áhugamanneskja um náttúruna landið og útivist.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Seljalandsfoss
  • Bleikur himinn í Þjórsárdal
  • Þjórsárdalur
  • Traktorarallý á Flúðum
  • Núbía á fullu í steinabjörgun

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 305

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband